Epla-döđlukryddkaka

Epla-döđlukryddkaka íris eva einarsdóttir eplakaka kryddkaka döðlukaka
Íris Eva með Epla-döđlukryddkaka

Epla og döðlukryddkaka

Íris Eva skellti í köku í tilefni dagsins „Eplakökur eru mjög vinsælar á mörgum heimilum. En fínt er að krydda aðeins uppá þær. Bæta slatta af kanil, negul og kókosmjöl og mýkja eplin aðeins á pönnu. Þar sem 2 ára sonur minn elskar döðlur er hann búin að koma mér inná það að nota döðlur í alls kyns matargerð og bakstur og kjörið að mýkja þær með eplunum á pönnunni.
Deigið er svipað og hefðbundið eplakökudeig og til að krydda deigið líka er best að hræra þessu öllu saman í skál og svo beint í eldfast mót. Negullinn fær mann þó til að hugsa um jólin í augnablik en mér finnst það bara notalegt.” segir Íris Eva og bætir við að vanilluís eða rjómi sé svo punturinn yfir i-ið! og auðvitað góður kaffibolli með 🙂

– ÍRIS EVAEPLATERTURDÖÐLUTERTURKRYDDKÖKUR

.

Öll hráefnin í skálinni

Epla-döđlukryddkaka

3-4 stór græn epli – skoriđ niđur í tenginga
1 dl kókosmjöl
1/2 msk kanill
1/2 msk negull
2 dl döđlur
1/2 heslihnetur
Steikja allt saman á pönnu á vægum hita međ smá matarolíu.

2 egg
2 dl sykur
Þeyta saman þangađ til þađ er létt og ljóst.
Bætið viđ 100 g af bráðnu smjöri

Bæta svo viđ þurrefni

3 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Bætiđ svo viđ eplunum og döđlunum af pönnunni og hræriđ öllu saman og setjiđ í eldfast mót.
Baka viđ 180°C í 30 mín.
Látiđ kólna.
Gott ađ bera fram međ vanilluís eđa rjóma.

Epla-döđlukryddkaka
Auk Epla-döđlukryddköku útbjó Íris Kaffiskyrtertu

.

– ÍRIS EVAEPLATERTURDÖÐLUTERTURKRYDDKÖKUR

— EPLA- OG DÖÐLUKRYDDKAKA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.