Hafrakökur Önnu

Önnuhafrakökur anna ólafsdóttir hafrakökur hafrakex hruni fáskrúðsfjörður
Hafrakökurnar nýbakaðar

Hafrakökur Önnu

Í Hruna á Fáskrúðsfirði er athvarf frú Önnu, umvafin gömlum húsgögnum og nýtísku saumavél eru gardínur styttar og lappað uppá slitnar buxur.
Anna Ólafsdóttir heitir konan, rúmlega fertug í dag, var lokkuð í fjörðin fagra fyrir 15.árum.
Ef þið sláið upp nafninu hennar á já.is þá kemur starfsheiti sem er að verða sjaldgæfara en söðlasmiður.
„Húsmóðir, það er það sem ég er fyrst og fremst og ég elska það.
Baka, elda, sauma, þrífa, stundum held ég að ég hafi fæðst á vitlausri öld.
Hafrakökurnar sem ég gef ykkur uppskrift af eru dásamlega góðar með ískaldri mjólk, þær geymast vel í lokuðu íláti. En þær ná því nú sjaldnast heima hjá mér.” segir Anna, frú Anna.

ANNA ÓLAFS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHAFRAKEX

.

Hafrakökur Önnu

Hafrakökur Önnu

200 g smjör við stofuhita
2 dl púðursykur
3 egg
2 tsk vanilla
1 bolli hveiti
1 bolli heilhveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1 tsk sjávarsalt (mulið)
2 dl haframjöl fínt
2 dl haframjöl gróft
200 g suðusúkkulaði

Pískið saman smjöri og púðursykri þar til það verður létt og ljóst,
Bætið einu eggi útí í einu þeytið á milli þá er komið að því að bæta öllum þurrefnunum samanvið og
Blandið með “K” inu á hrærivélinni, brytjið suðusúkkulaðið og blandið saman við í lokin.
Takið deigið með matskeið og mótiðflata kúlu, uppskriftin passar á tvær plötur ca 24.kökur, en það fer auðvita eftir því hversu stórar eða litlar kökurnar eru gerðar.
Bakist á 180°C í 12 mín, dásamlegar með kaldri mjólk og geymast vel í lokuðu íláti en þær ná því nú sjaldnast heima hjá mér.

Anna Ólasdóttir með hafrakexið.

.

ANNA ÓLAFS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHAFRAKEX

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.