Hafrakökur Önnu

Önnuhafrakökur anna ólafsdóttir hafrakökur hafrakex hruni fáskrúðsfjörður
Hafrakökurnar nýbakaðar

Hafrakökur Önnu

Í Hruna á Fáskrúðsfirði er athvarf frú Önnu, umvafin gömlum húsgögnum og nýtísku saumavél eru gardínur styttar og lappað uppá slitnar buxur.
Anna Ólafsdóttir heitir konan, rúmlega fertug í dag, var lokkuð í fjörðin fagra fyrir 15.árum.
Ef þið sláið upp nafninu hennar á já.is þá kemur starfsheiti sem er að verða sjaldgæfara en söðlasmiður.
„Húsmóðir, það er það sem ég er fyrst og fremst og ég elska það.
Baka, elda, sauma, þrífa, stundum held ég að ég hafi fæðst á vitlausri öld.
Hafrakökurnar sem ég gef ykkur uppskrift af eru dásamlega góðar með ískaldri mjólk, þær geymast vel í lokuðu íláti. En þær ná því nú sjaldnast heima hjá mér.” segir Anna, frú Anna.

ANNA ÓLAFS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHAFRAKEX

.

Hafrakökur Önnu

Hafrakökur Önnu

200 g smjör við stofuhita
2 dl púðursykur
3 egg
2 tsk vanilla
1 bolli hveiti
1 bolli heilhveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1 tsk sjávarsalt (mulið)
2 dl haframjöl fínt
2 dl haframjöl gróft
200 g suðusúkkulaði

Pískið saman smjöri og púðursykri þar til það verður létt og ljóst,
Bætið einu eggi útí í einu þeytið á milli þá er komið að því að bæta öllum þurrefnunum samanvið og
Blandið með “K” inu á hrærivélinni, brytjið suðusúkkulaðið og blandið saman við í lokin.
Takið deigið með matskeið og mótiðflata kúlu, uppskriftin passar á tvær plötur ca 24.kökur, en það fer auðvita eftir því hversu stórar eða litlar kökurnar eru gerðar.
Bakist á 180°C í 12 mín, dásamlegar með kaldri mjólk og geymast vel í lokuðu íláti en þær ná því nú sjaldnast heima hjá mér.

Anna Ólasdóttir með hafrakexið.

.

ANNA ÓLAFS — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURHAFRAKEX

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.