
Kaja á Akranesi hefur sett á markaðinn mjólk úr íslensku byggi. Byggmjólkin er lífrænt vottuð og unnin úr byggi frá Vallanesi á Héraði. Síðustu vikur hef ég prófað Byggmjólkina og gef henni mín bestu meðmæli. Hef notað hana í chiagraut, út á hafragraut, í ís, út í chai-te og út á múslí svo eitthvað sé nefnt

Í Orðabók Háskólans er mjólk skilgreind sem næringarríkur vökvi sem getur komið úr plöntum, spenum eða jafnvel úr sjávarríkinu