Kryddbrauð Hraðastaða

Kryddbrauð Staðastaða Árni Siemsen SVISS BERLÍN ÞÝSKALAND
Kryddbrauð frá Jóhönnu á Hraðastöðum, frænku Árna

Kryddbrauð Hraðastaða

Árni Siemsen lærði Hótel Management í Sviss og víst er að fagmennska og víðsýni fylgir öllu því sem henn kemur að. Undanfarinn aldarfjórðung hefur Árni búið og starfað í Berlín, nú sem framkvæmdarstjóri L&D Event Catering með aðstöðu í gamla Königliche Telegrafen Amt – Telekom Hauptstadt Repräsentanz

„Ég hef verið með þetta kryddbrauð, nýbakað á ostahlaðborðum eftir hefðbundið borðhald í veislum hér í Berlín með Brioche og öðru góðgæti. Við erum með stórkostlega sali með allt að 600 manns í sæti eða 2000 í mótökuformi. Fyrirtækið sér um mat og veitingar í stærstu ráðuneytum og fyrir herstjórnina í Berlín” segir Árni og bætir við að það sé í mörg hornin að líta.

.

KRYDDBRAUÐBERLÍNSVISSÞÝSKALAND

.

Kryddbrauð Hraðastaða

3 dl hveiti
3 dl haframjöl
3 dl púðursykur
3 dl mjólk
2 tsk matarsódi
4 tsk kakó
1/4 tsk salt
1/2 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk engifer
2 egg

Blandið öllu saman, setjið í form og bakið við 175°C í um 45 mín

Fallega lagt á borð á svölunum hjá Árna Siemsen í Þýskalandi
Árni Siemsen

.

KRYDDBRAUÐBERLÍN

— KRYDDBRAUÐ HRAÐASTAÐA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.