
Kryddbrauð Hraðastaða
Árni Siemsen lærði Hótel Management í Sviss og víst er að fagmennska og víðsýni fylgir öllu því sem henn kemur að. Undanfarinn aldarfjórðung hefur Árni búið og starfað í Berlín, nú sem framkvæmdarstjóri L&D Event Catering með aðstöðu í gamla Königliche Telegrafen Amt – Telekom Hauptstadt Repräsentanz
„Ég hef verið með þetta kryddbrauð, nýbakað á ostahlaðborðum eftir hefðbundið borðhald í veislum hér í Berlín með Brioche og öðru góðgæti. Við erum með stórkostlega sali með allt að 600 manns í sæti eða 2000 í mótökuformi. Fyrirtækið sér um mat og veitingar í stærstu ráðuneytum og fyrir herstjórnina í Berlín” segir Árni og bætir við að það sé í mörg hornin að líta.
.
— KRYDDBRAUÐ — BERLÍN — SVISS — ÞÝSKALAND —
.
Kryddbrauð Hraðastaða
3 dl hveiti
3 dl haframjöl
3 dl púðursykur
3 dl mjólk
2 tsk matarsódi
4 tsk kakó
1/4 tsk salt
1/2 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk engifer
2 egg
Blandið öllu saman, setjið í form og bakið við 175°C í um 45 mín


.
— KRYDDBRAUÐ — BERLÍN —
.