Auglýsing
Mahalabia er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur katar Qatar food
Mahalabia er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur

Á leiðinni heim frá Indlandi var stoppað í Katar, þar fengum við Mahalabia sem er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur

Mahalabia
3 b mjólk
3/4 b sykur
1 b kalt vatn
6 msk kornsterkja
1 b rjómi
1 msk rósavatn
2 kardimommur, muldar smátt
Möndluflögur og pistasíur til skrauts

Setjið mjólk og sykur í pott og hitið að suðu.
Blandið saman vatni og kornsterkju og blandið því saman við sjóðheita mjólkina. Látið sjóða í 15-20 mínútur, hrærið stöðugt í svo ekki brenni við.
Takið af eldavélinni, blandið saman við rjóma, rósavatni og kardimommum.
Hellið í skál eða form og látið kólna í ísskáp í 3-4 klst.
Stráið ristuðum möndluflögum og gróft söxuðum pistasíum yfir áður en er borið fram.

Auglýsing