Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus og gómsæt

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður kaka glútenfrí hveitilaus laktósafrí
Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus Bjarneyjar Ingibjargar

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus

Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bakaði þessa glúten- og laktósalausu, dúnmjúku og dásamlegu skúffuköku. „Þetta tókst vonum framar og úr varð djúsí og mjúk súkkulaðikaka. Þessi uppskrift dugar í tvær hringlóttar kökur með kremi á milli ef manni langar að búa til tertu. Ég vona að hún veki lukku hjá þeim sem baka hana” segir Bjarney.

BJARNEY INGIBJÖRGGLÚTENLAUST — ÍSAFJÖRÐURSKÚFFUKÖKUR

.

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus og gómsæt

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus

2 egg
2 1/2 dl púðursykur
1 msk eplaedik

2 msk pofiber
2 b glútenlaust hveiti (ég nota í rauðum pakka frá Finax)
1 b cassava hveiti
1 b tapioca hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1-2 tsk vanilla
6 msk kakó
150 gr brætt smjör eða kókosolía
2 b mjólk að eigin vali (soya, hafra, möndlu, bygg…)

Hita ofninn í 175˚C
Setja bökunarpappír í ofnskúffu. Ég notaði ofnskúffu sem er 28×35

Hræra saman eggi og púðursykri þar til létt og öll korn farin.
Bæta eplaediki út í og hræra örlítið lengur

Setja öll þurrefnin saman í meðalstóra skál og blanda saman.
Bræða smjör og mæla mjólk.
Þurrefnum og vökva bætt til skiptis út í eggja sykur blönduna.
Hræra öllu vel saman og setja síðan deigið í ofnskúffuna.
Setja í heitan ofn og baka í 40 til 45 mín.

Kremið:

200 g smjör/smjörlíki við stofuhita
200 g flórsykur
2 msk kalt sterkt kaffi
1 kúfull msk kakó
1 tsk vanilla
70 g súkkulaði, brætt

Skera smjörið/smjörlíkið í teninga og setja í hrærivélaskál, bæta flórsykri saman við og hrærið vel saman með hnoðaranum.

Kældu kaffi, kakó og vanillu bætt við og hrært vel saman. Að lokum er bræddu súkkulaði helt saman við í mjórri bunu. Hræra þar til kremið er orðið silkimjúkt og dásamlegt.

Setjið kremið á kalda köku annars bráðnar það og lekur út um allt.
Gott að bera fram með rjóma og drekka ískalda mjólk með.

BJARNEY INGIBJÖRGGLÚTENLAUST — ÍSAFJÖRÐURSKÚFFUKÖKUR

— GLÚTEINLAUS SÚKKULAÐI- OG SKÚFFUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Bananaís – mjöööög góður

Bananaís. Sennilega einn hollasti réttur sem til er, þetta hljómar kannski einkennileg uppskrift, en trúið mér- ísinn er mjöööög góður

þið munuð ekki horfa banana sömu augum og áður eftir að hafa smakkað bananaísinn

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Fyrri færsla
Næsta færsla