Sjúkleg sítrónukaka

sítrónubaka baka Sjúkleg sítrónukaka Sítrónur sítrónukaka sítrónueftirréttur baka með sítrónum sítrónur Jóhanna v. þórhallsdóttir jóhanna þórhalls
Sjúkleg sítrónukaka

Sjúkleg sítrónukaka er úr smiðju Jóhönnu V. Þórhallsdóttur sem bauð í kaffi.

🍋

JÓHANNA ÞÓRHALLSSÍTRÓNUBÖKURLEMON CURDENGLISH

🍋

Sjúkleg sítrónukaka

Botn:

2,5 dl hveiti
0,5 dl sykur
hálf tsk vanillusykur/dropar
150 g smjör

Blandið öllu saman í matvinnsluvél og þrýstið í botninn á vel smurðu formi

Bakið við 200°C í 12-15 mín þar til gyllt

Fyllingin gerð á meðan:

3 egg
2 dl sykur
hálfur dl hveiti
rifinn börkur af 1 sítrónu
6 msk af sítrónusafa (eða eftir smekk).

Þeytið egg og sykur blandið þvínæst hveitinu með.

Bætið sítrónuberki og safa út í og hrærið.

Hellið blöndunni yfir forbakaðan botninn og bakið í 10 mínútur í viðbót.

Svo bætti ég smá lemon curd yfir til að fá fallega gula litinn fyrir myndatökuna, en því má sleppa.

Jóhanna V. Þórhalldsóttir og Albert

🍋

JÓHANNA ÞÓRHALLSSÍTRÓNUBÖKURLEMON CURDENGLISH

— SJÚKLEGA SÍTRÓNUKAKAN —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Brauðtertudrottningin Ásdís

 

Brauðtertudrottningin Ásdís. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.