Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus og gómsæt

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður kaka glútenfrí hveitilaus laktósafrí
Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus Bjarneyjar Ingibjargar

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus

Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bakaði þessa glúten- og laktósalausu, dúnmjúku og dásamlegu skúffuköku. „Þetta tókst vonum framar og úr varð djúsí og mjúk súkkulaðikaka. Þessi uppskrift dugar í tvær hringlóttar kökur með kremi á milli ef manni langar að búa til tertu. Ég vona að hún veki lukku hjá þeim sem baka hana” segir Bjarney.

BJARNEY INGIBJÖRGGLÚTENLAUST — ÍSAFJÖRÐURSKÚFFUKÖKUR

.

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus og gómsæt

Skúffu- og súkkulaðikaka, glútenlaus

2 egg
2 1/2 dl púðursykur
1 msk eplaedik

2 msk pofiber
2 b glútenlaust hveiti (ég nota í rauðum pakka frá Finax)
1 b cassava hveiti
1 b tapioca hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1-2 tsk vanilla
6 msk kakó
150 gr brætt smjör eða kókosolía
2 b mjólk að eigin vali (soya, hafra, möndlu, bygg…)

Hita ofninn í 175˚C
Setja bökunarpappír í ofnskúffu. Ég notaði ofnskúffu sem er 28×35

Hræra saman eggi og púðursykri þar til létt og öll korn farin.
Bæta eplaediki út í og hræra örlítið lengur

Setja öll þurrefnin saman í meðalstóra skál og blanda saman.
Bræða smjör og mæla mjólk.
Þurrefnum og vökva bætt til skiptis út í eggja sykur blönduna.
Hræra öllu vel saman og setja síðan deigið í ofnskúffuna.
Setja í heitan ofn og baka í 40 til 45 mín.

Kremið:

200 g smjör/smjörlíki við stofuhita
200 g flórsykur
2 msk kalt sterkt kaffi
1 kúfull msk kakó
1 tsk vanilla
70 g súkkulaði, brætt

Skera smjörið/smjörlíkið í teninga og setja í hrærivélaskál, bæta flórsykri saman við og hrærið vel saman með hnoðaranum.

Kældu kaffi, kakó og vanillu bætt við og hrært vel saman. Að lokum er bræddu súkkulaði helt saman við í mjórri bunu. Hræra þar til kremið er orðið silkimjúkt og dásamlegt.

Setjið kremið á kalda köku annars bráðnar það og lekur út um allt.
Gott að bera fram með rjóma og drekka ískalda mjólk með.

BJARNEY INGIBJÖRGGLÚTENLAUST — ÍSAFJÖRÐURSKÚFFUKÖKUR

— GLÚTEINLAUS SÚKKULAÐI- OG SKÚFFUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla