Þingvellir
Í dag skunduðum við á Þingvöll. Segja má að á Þingvöllum slái hjarta Íslands og maður fyllist lotningu og þakklæti þegar gengið er um þennan sögufræga stað. Jafnvel við Drekkingarhyl finnur maður fyrir þakklæti yfir því að margt hefur færst til betri vegar í samfélaginu á undanförnum öldum. En stórbrotið landslagið gleður meira en orð fá lýst. Og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar 😀
— ÞINGVELLIR — ÍSLAND —
.
Sunnan við Þingvallavatn eru Nesjavellir sem eru eitt mesta háhitasvæði landsins og höfuðborgarbúar njóta góðs af því. Á heimleiðinni fórum við Nesjavallaleið sem er góð tilbreyting og vel má mæla með.