Þingvellir #Ísland

 

Öxarárfoss öxará þingvellir ÍSLAND ICELAND ISLANDE Þingvellir #Ísland
Stórbrotið landslagið á Þingvöllum gleður meira en orð fá lýst.

Þingvellir

Í dag skunduðum við á Þingvöll. Segja má að á Þingvöllum slái hjarta Íslands og maður fyllist lotningu og þakklæti þegar gengið er um þennan sögufræga stað. Jafnvel við Drekkingarhyl finnur maður fyrir þakklæti yfir því að margt hefur færst til betri vegar í samfélaginu á undanförnum öldum. En stórbrotið landslagið gleður meira en orð fá lýst. Og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar 😀

ÞINGVELLIRÍSLAND

.

Nestisstopp
Víða hafa verið lagðir nýjir stígar síðustu ár. Stígarnir með hraunhellunum sómdu sér einstaklega vel á þessum sögufræga stað
Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins og þrjár tegundir ferskvatnsfiska eru í vatninu; Urriði, bleikja og hornsíli. Allar merkingar í þjóðgarðinum eru til fyrirmyndar, hvort sem um er að ræða um lífið í vatninu eða um gönguleiðir í svæðinu
Silfra
Og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar 😀
Sogsvirkjun og Ljósafossstöð. Útrennsli Þingvallavatns er Sogið sem er vatnsmesta lindaá Íslands.
Fjölbreyttar gönguleiðir eru við Hengilssvæðið

Sunnan við Þingvallavatn eru Nesjavellir sem eru eitt mesta háhitasvæði landsins og höfuðborgarbúar njóta góðs af því. Á heimleiðinni fórum við Nesjavallaleið sem er góð tilbreyting og vel má mæla með.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla