Þingvellir #Ísland

 

Öxarárfoss öxará þingvellir ÍSLAND ICELAND ISLANDE Þingvellir #Ísland
Stórbrotið landslagið á Þingvöllum gleður meira en orð fá lýst.

Þingvellir

Í dag skunduðum við á Þingvöll. Segja má að á Þingvöllum slái hjarta Íslands og maður fyllist lotningu og þakklæti þegar gengið er um þennan sögufræga stað. Jafnvel við Drekkingarhyl finnur maður fyrir þakklæti yfir því að margt hefur færst til betri vegar í samfélaginu á undanförnum öldum. En stórbrotið landslagið gleður meira en orð fá lýst. Og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar 😀

ÞINGVELLIRÍSLAND

🇮🇸

Nestisstopp
Víða hafa verið lagðir nýjir stígar síðustu ár. Stígarnir með hraunhellunum sómdu sér einstaklega vel á þessum sögufræga stað
Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins og þrjár tegundir ferskvatnsfiska eru í vatninu; Urriði, bleikja og hornsíli. Allar merkingar í þjóðgarðinum eru til fyrirmyndar, hvort sem um er að ræða um lífið í vatninu eða um gönguleiðir í svæðinu
Silfra
Og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar 😀
Sogsvirkjun og Ljósafossstöð. Útrennsli Þingvallavatns er Sogið sem er vatnsmesta lindaá Íslands.
Fjölbreyttar gönguleiðir eru við Hengilssvæðið

Sunnan við Þingvallavatn eru Nesjavellir sem eru eitt mesta háhitasvæði landsins og höfuðborgarbúar njóta góðs af því. Á heimleiðinni fórum við Nesjavallaleið sem er góð tilbreyting og vel má mæla með.

ÞINGVELLIRÍSLAND

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Fyrri færsla
Næsta færsla