Auglýsing
Aino Freyja Jarvela finnland salurinn finnskur matur finnsk kaka pabbakaka jafnt af öllu kakan tertan jafnt-af-öllu jarðarber súkkulaði
Aino Freyja Jarvela forstöðumaður Salarins fær sér sneið af Pabbaköku en uppskriftin kemur frá föðurömmu hennar í Finnlandi

Pabbakaka

Í fjölskyldu Aino Freyju Jarvela kallast uppáhalds kakan pabbakaka þar sem þetta er uppáhalds kakan pabba Aino Freyju. Uppskriftin er frá föðurömmu Aino í Finnlandi. „Samkvæmt pabba kemst enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana í gerð þessarar köku. Kakan er aldrei eins góð og hún var hjá henni.”

Uppáhalds á Íslandi? Norðurárdalurinn er klárlega fallegasta sveitin, aðallega Baulu megin. Uppáhalds staðurinn er Dalsmynni í Norðurárdalnum

Auglýsing

🇫🇮

KÖKURJARÐARBERSÚKKULAÐIFINNLAND

🇫🇮

Í fjölskyldu Aino kallast hún Pabbakaka er er undir finnskum áhrifum. Kakan er til í ýmsum útgáfum og stundum kölluð Jafnt-af-öllu-kakan

Pabbakaka

Svampbotn
Þrjú jafn stór glös:
3 egg í glas
jafn hátt af sykri í glas
og jafn hátt af hveiti í glas
Egg og sykur þeytt saman þangað til blandan er ljós og freyðandi. Hveiti bætt varlega saman við og sett í vel smurt form sem er ca. 22 cm (gott að hrista hveiti yfir botninn á smurða forminu til að kakan festist ekki við).
Bakið í 180-190°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mín.
Látin kólna og kljúfið kökuna í tvennt.

Hitið saman ¾ dl af vatni og 1-2 msk af sykri í potti, takið af hitanum og bætið safa úr einni sítrónu saman við.
Bleytið svampbotnana með vökvanum.
Setjið ca 300 g af krömdum jarðarberjum á milli botnanna.
Bræðið 1 stykki suðusúkkulaði í vatnsbaði og setjið nokkra dropa af olíu eða ögn af smjöri saman við og breiðið yfir kökuna.
Að lokum kökuskrauti dreift yfir.

Amma notaði jarðarberjasultu á veturna og þar sem hart var í ári í Finnlandi um miðja síðustu öld og lítið til af peningum þá var hún oftast með súkkulaðiglassúr í stað súkkulaðis (flórsykur, kakó og vatn). Það er líka hægt að nota jarðarber úr dós og nota þá vökvann og sítrónusafa til að bleyta í botnunum.

Ein önnur út færsla á kökunni er að setja bananarjóma á milli botnanna. Þá er banani stappaður og blandað saman við þeyttan rjóma.

Albert og Aino Freyja frá sér Pabbaköku.

🇫🇮

KÖKURJARÐARBERSÚKKULAÐIFINNLAND

— PABBAKAKA —

🇫🇮