Pabbakaka

Aino Freyja Jarvela finnland salurinn finnskur matur finnsk kaka pabbakaka jafnt af öllu kakan tertan jafnt-af-öllu jarðarber súkkulaði
Aino Freyja Jarvela forstöðumaður Salarins fær sér sneið af Pabbaköku en uppskriftin kemur frá föðurömmu hennar í Finnlandi

Pabbakaka

Í fjölskyldu Aino Freyju Jarvela kallast uppáhalds kakan pabbakaka þar sem þetta er uppáhalds kakan pabba Aino Freyju. Uppskriftin er frá föðurömmu Aino í Finnlandi. „Samkvæmt pabba kemst enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana í gerð þessarar köku. Kakan er aldrei eins góð og hún var hjá henni.”

Uppáhalds á Íslandi? Norðurárdalurinn er klárlega fallegasta sveitin, aðallega Baulu megin. Uppáhalds staðurinn er Dalsmynni í Norðurárdalnum

🇫🇮

KÖKURJARÐARBERSÚKKULAÐIFINNLAND

🇫🇮

Í fjölskyldu Aino kallast hún Pabbakaka er er undir finnskum áhrifum. Kakan er til í ýmsum útgáfum og stundum kölluð Jafnt-af-öllu-kakan

Pabbakaka

Svampbotn
Þrjú jafn stór glös:
3 egg í glas
jafn hátt af sykri í glas
og jafn hátt af hveiti í glas
Egg og sykur þeytt saman þangað til blandan er ljós og freyðandi. Hveiti bætt varlega saman við og sett í vel smurt form sem er ca. 22 cm (gott að hrista hveiti yfir botninn á smurða forminu til að kakan festist ekki við).
Bakið í 180-190°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mín.
Látin kólna og kljúfið kökuna í tvennt.

Hitið saman ¾ dl af vatni og 1-2 msk af sykri í potti, takið af hitanum og bætið safa úr einni sítrónu saman við.
Bleytið svampbotnana með vökvanum.
Setjið ca 300 g af krömdum jarðarberjum á milli botnanna.
Bræðið 1 stykki suðusúkkulaði í vatnsbaði og setjið nokkra dropa af olíu eða ögn af smjöri saman við og breiðið yfir kökuna.
Að lokum kökuskrauti dreift yfir.

Amma notaði jarðarberjasultu á veturna og þar sem hart var í ári í Finnlandi um miðja síðustu öld og lítið til af peningum þá var hún oftast með súkkulaðiglassúr í stað súkkulaðis (flórsykur, kakó og vatn). Það er líka hægt að nota jarðarber úr dós og nota þá vökvann og sítrónusafa til að bleyta í botnunum.

Ein önnur út færsla á kökunni er að setja bananarjóma á milli botnanna. Þá er banani stappaður og blandað saman við þeyttan rjóma.

Albert og Aino Freyja frá sér Pabbaköku.

🇫🇮

KÖKURJARÐARBERSÚKKULAÐIFINNLAND

— PABBAKAKA —

🇫🇮

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Á réttum tíma – hvorki of snemma né of seint

SEINKUN

Á réttum tíma. Það getur komið fyrir alla að seinka. Þá er hægt að hringja eða senda skilaboð, biðjast afsökunar og hvetja til þess að ekki sé beðið með veitingar. Þegar mætt er á staðinn, biðjumst við aftur afsökunar. Við mætum heldur ekki of snemma.

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín