Zipline í Vík í Mýrdal – ögrandi spenna #Ísland

Æsa, Þráinn og Sammi bjóða upp á Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal
Vaskur hópur á leið í Zipline ævintýri

Margt er boðið upp á til að skoða og skemmta sér við.  Æsa, Þráinn og Sammi bjóða upp á Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal, sem mætti kalla rennireipi og paragliding, flug á svifvængjum.

Þetta er hin frábærasta skemmtun fyrir alla sem elska smá spennu og vilja ögra sér á öruggan hátt. Um er að ræða gönguferð í gegnum Grafargil með skemmtilegum sögustoppum og fjórum zipplínum sem eru frá 30 til 240 metra langar. Á þeim er svifið yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. ÞIÐ BARA VERÐIÐ AÐ FARA Í ZIPLINE

ZIPLINEZIPLINE Á FBFERÐAST UM ÍSLANDVÍK

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar. Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum.

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.