Zipline í Vík í Mýrdal – ögrandi spenna #Ísland

Æsa, Þráinn og Sammi bjóða upp á Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal
Vaskur hópur á leið í Zipline ævintýri

Margt er boðið upp á til að skoða og skemmta sér við.  Æsa, Þráinn og Sammi bjóða upp á Zipline ævintýri í Vík í Mýrdal, sem mætti kalla rennireipi og paragliding, flug á svifvængjum.

Þetta er hin frábærasta skemmtun fyrir alla sem elska smá spennu og vilja ögra sér á öruggan hátt. Um er að ræða gönguferð í gegnum Grafargil með skemmtilegum sögustoppum og fjórum zipplínum sem eru frá 30 til 240 metra langar. Á þeim er svifið yfir stórbrotið landslag gilsins fyrir neðan. ÞIÐ BARA VERÐIÐ AÐ FARA Í ZIPLINE

ZIPLINEZIPLINE Á FBFERÐAST UM ÍSLANDVÍK

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Graskerssúpa

Graskerssúpa.  Bergþór Bjarnason hélt glæsilegt matarboð í Frakklandi á dögunum og bauð upp á graskerssúpu í forrétt. „Á þessum árstíma er mikið um grasker eða önnur svipuð fyrirbæri sem við köllum hér ,,courge“ og einhvern tíma þegar ég var að vandræðast yfir því hvað ég ætti að gera við þetta því ég hafði aldrei notað ,,courge“ áður, sá ég uppskrift af gratíni og lærði þannig að undirbúa þetta grænmeti og þróaði þessa súpu" segir Eyjapilturinn Bergþór

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.