Frída – súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði #Ísland

Fríða Gylfadóttir siglufjörður siglufirði sigló kaffihús fríða gylfadóttir súkkulaðikaffihús frida fríða vöfflur
Vöfflurnar með sósunni góðu

Frída – súkkulaðikaffihúsið á Siglufirði

Það sem ég er feginn að búa ekki á Siglufirði. Ef svo væri þá yrði ég offitusjúklingur eftir nokkrar vikur. SKO – Ekki nóg með að einn besti veitingastaður á landinu sé sá marokkóski á Siglunesi heldur er Súkkulaðikaffihús Fríðu eitt það besta. Við rétt rákum inn nefið og ætluðum að fá okkur góðan kaffibolla en enduðum í þremur vöfflum með karamellusúkkulaðikremi, himneskum súkkulaðitertum og nokkrum gæða handgerða súkkulaðikonfektmolum sem Fríða er nýkomin með á markað.

FRÍÐA SÚKKULAÐIKAFFIHÚSSIGLUFJÖRÐUR —   FERÐAST UM ÍSLANDVEITINGA- OG KAFFIHÚS

.

Súkkulaðiterta allra tíma
Fríða og Albert
Á myndavegg á kaffihúsinu langaði listakonunni Fríðu að sýna hver er bókstaflega grunnurinn að Fjallabyggð – fætur heimamanna

.

FRÍÐA SÚKKULAÐIKAFFIHÚSSIGLUFJÖRÐUR —   FERÐAST UM ÍSLANDVEITINGA- OG KAFFIHÚS

— FRÍÐA SÚKKULAÐIKAFFIHÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

Zinzino Balance Oil

Zinzino Balance Oil. Eins og margir vita tekur Bergþór þátt í feikivinsælum dansþáttum á Stöð 2. Það hefur gengið vonum framar, en hans helsta markmið var að fara út fyrir þægindarammann sinn til að halda sér ferskum, en ekki síður að sýna fram á að það skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er þegar það byrjar að dansa. Honum hefur farið gríðarlega fram og hefur komið sjálfum sér á óvart. Heimilislífið stendur með þvílíkum blóma og gleði og það er gaman að heyra sporaglaum inni í stofu þegar maður vaknar.

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.