Ljúft í Hrísey
Við fengum okkur far með Hríseyjarferjunni sem nú er ókeypis og því er margt um manninn í eyjunni um þessar mundir. Við hittum Unni Sæmundsdóttur, sem býr í Hrísey á sumrin, en þær mæðgur og fjölskyldan tínir æðardún á jörðinni. Unnur sýndi okkur húsið þeirra og garðinn sem er stærri en nokkur íbúi í Reykjavík gæti láti sig dreyma um. Svona getur haft ýmsa kosti að búa ekki í þéttbýli. Hún sýndi okkur svo fallega byggðina og það kom á óvart hvað húsum er vel viðhaldið. Svo gengum við upp í vitann, sáum uppsprettuna í flæðarmálinu og fleira skemmtilegt.
— HRÍSEY — VERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND —
.
Við komum auðvitað við í Búðinni, þar sem fæst ótrúlega margt, en fyrir utan var sjálfsafgreiðslukassi, svo að í rauninni er opið allan sólarhringinn.
Þetta var ljúfur dagspartur!
Þá skruppum við á eina veitingastaðinn sem er opinn, Verbúðina 66 og fengum okkur fiskisúpu, djúpsteiktan fisk með frönskum og kökur í dessert.
Rabarbararedding
Brytjaður rabarbari, trönuber, súkkulaði sett í eldfast form. Vænum slurk af kirsuberjavíni skvett yfir. Blandið hafragrjónum, hnetum, kókosmjöli, mjúku smjöri saman með höndunum og stráið yfir og bakið við 175°C í um 20 mín.
— HRÍSEY — VERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND —