Ljúft í Hrísey #Ísland

Hrísey verbúðin 66 ísland úlla knudsen unnur sæmundsdóttir rabarbari rabarbarauppskrift rabarbararedding
Rólað í Hrísey

Ljúft í Hrísey

Við fengum okkur far með Hríseyjarferjunni sem nú er ókeypis og því er margt um manninn í eyjunni um þessar mundir. Við hittum Unni Sæmundsdóttur, sem býr í Hrísey á sumrin, en þær mæðgur og fjölskyldan tínir æðardún á jörðinni. Unnur sýndi okkur húsið þeirra og garðinn sem er stærri en nokkur íbúi í Reykjavík gæti láti sig dreyma um. Svona getur haft ýmsa kosti að búa ekki í þéttbýli. Hún sýndi okkur svo fallega byggðina og það kom á óvart hvað húsum er vel viðhaldið. Svo gengum við upp í vitann, sáum uppsprettuna í flæðarmálinu og fleira skemmtilegt.

HRÍSEYVERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Hríseyjarverslunin

Við komum auðvitað við í Búðinni, þar sem fæst ótrúlega margt, en fyrir utan var sjálfsafgreiðslukassi, svo að í rauninni er opið allan sólarhringinn.

Þetta var ljúfur dagspartur!

Ysti-Bær í Hrísey
Verbúðin 66 í Hrísey

Þá skruppum við á eina veitingastaðinn sem er opinn, Verbúðina 66 og fengum okkur fiskisúpu, djúpsteiktan fisk með frönskum og kökur í dessert.

Á Verbúðinni í Hrísey fengum við steiktan fisk dagsins
Hjónabandssæla og súkkulaðiterta á Verbúðinni
Ærslabelgur og aparóla
Sorpflokkunin í Hrísey
Unnur Sæmundsdóttir á Ysta-Bæ bauð okkur heim og var með Rabarabarareddingu
Rabarbararedding

Rabarbararedding

Brytjaður rabarbari, trönuber, súkkulaði sett í eldfast form. Vænum slurk af kirsuberjavíni skvett yfir. Blandið hafragrjónum, hnetum, kókosmjöli, mjúku smjöri saman með höndunum og stráið yfir og bakið við 175°C í um 20 mín.

Rabarbararedding Unnar myndaðuð

HRÍSEYVERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND

— LJÚFT Í HRÍSEY —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.