Ljúft í Hrísey #Ísland

Hrísey verbúðin 66 ísland úlla knudsen unnur sæmundsdóttir rabarbari rabarbarauppskrift rabarbararedding
Rólað í Hrísey

Ljúft í Hrísey

Við fengum okkur far með Hríseyjarferjunni sem nú er ókeypis og því er margt um manninn í eyjunni um þessar mundir. Við hittum Unni Sæmundsdóttur, sem býr í Hrísey á sumrin, en þær mæðgur og fjölskyldan tínir æðardún á jörðinni. Unnur sýndi okkur húsið þeirra og garðinn sem er stærri en nokkur íbúi í Reykjavík gæti láti sig dreyma um. Svona getur haft ýmsa kosti að búa ekki í þéttbýli. Hún sýndi okkur svo fallega byggðina og það kom á óvart hvað húsum er vel viðhaldið. Svo gengum við upp í vitann, sáum uppsprettuna í flæðarmálinu og fleira skemmtilegt.

HRÍSEYVERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Hríseyjarverslunin

Við komum auðvitað við í Búðinni, þar sem fæst ótrúlega margt, en fyrir utan var sjálfsafgreiðslukassi, svo að í rauninni er opið allan sólarhringinn.

Þetta var ljúfur dagspartur!

Ysti-Bær í Hrísey
Verbúðin 66 í Hrísey

Þá skruppum við á eina veitingastaðinn sem er opinn, Verbúðina 66 og fengum okkur fiskisúpu, djúpsteiktan fisk með frönskum og kökur í dessert.

Á Verbúðinni í Hrísey fengum við steiktan fisk dagsins
Hjónabandssæla og súkkulaðiterta á Verbúðinni
Ærslabelgur og aparóla
Sorpflokkunin í Hrísey
Unnur Sæmundsdóttir á Ysta-Bæ bauð okkur heim og var með Rabarabarareddingu
Rabarbararedding

Rabarbararedding

Brytjaður rabarbari, trönuber, súkkulaði sett í eldfast form. Vænum slurk af kirsuberjavíni skvett yfir. Blandið hafragrjónum, hnetum, kókosmjöli, mjúku smjöri saman með höndunum og stráið yfir og bakið við 175°C í um 20 mín.

Rabarbararedding Unnar myndaðuð

HRÍSEYVERBÚÐIN66 — FERÐAST UM ÍSLAND

— LJÚFT Í HRÍSEY —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.