Auglýsing
Stefán Guðmundsson Flatey á Skjálfanda Húsavík gentle giants Ísland
Flatey á Skjálfanda

Hvalaskoðun og Flatey á Skjálfanda með Gentle Giants

Þessari ferð verður ekki lýst með orðum. Við vorum búnir að fara í hvalaskoðun með tengdó, svo að við skelltum okkur með Gentle Giants frá Húsavík út í Flatey á Skjálfanda, sem þau bjóða upp á í óreglulegum áætlunarferðum eftir eftirspurn.

GENTLE GIANTS — — HÚSAVÍKÁRBÓL — FERÐAST UM ÍSLAND

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni 

Albert, Stefán Guðmundsson hjá Gentle Giants, Elín Þórhallsdóttir á Gistiheimilinu Árbóli og Bergþór

Við vorum heillaðir upp úr skónum af kyrrðinni og fuglalífinu þar sem lundarnir settust nánast í lófann á okkur, spegilsléttum sjónum, sögunni, orgelslætti í kirkjunni, vitanum með útsýni yfir allan Skjálfanda og svo spjalli yfir drykk sem Stefán kapteinn veitti af höfðingsskap. Þessi maður er einstakt náttúrubarn.

Brugðið á leik í Flatey

Á leiðinni heim héldum við að ekki væri hægt að toppa daginn, en fyrst fengum við að heyra af rómantísku brúðkaupi í Naustavík og sögu ömmu Siggu sem fékk harmóníum barn að aldri og varð að fá að taka utan af hljóðfærinu í fjörunni til að spila nokkra tóna áður en það var borið inn í bæ. Amma Sigga varð síðar organisti í Flatey.

Ekki nóg með það. Í miðnætursólinni tók hnúfubakur til við að sýna tilkomumiklar listir sínar og við héldum niðri í okkur andanum næsta hálftímann. Það voru glæsileg stökk og fagur bægslasláttur.

Brjóstið er svo uppfullt af þakklæti fyrir að hafa upplifað þessi undur náttúrunnar að við hugsuðum að þótt við fengjum þessa dýrð aðeins einu sinni á ári, væri það nóg til að taka við öllu heimsins mótlæti alla hina daga ársins. Takk fyrir, Gentle Giants.

Flatey á Skjálfanda
Flateyjarkirkja
Tekið úr vitanum í Flatey
Bergþór organisti
Naustavík
Bríkurfoss

GENTLE GIANTS – HÚSAVÍK — FERÐAST UM ÍSLAND

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni 

Auglýsing