Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum

Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum. Nafnið er dregið af fjallinu sem sést í fjarska og heitir Sótahnjúkur

Soti lodge, sveitahótel í Fljótunum

Soti Lodge er glæsisveitahótel sem var opnað í vor. Sveitahótelið er í gömlu skólahúsi, en hefur verið endurnýjað frá A til Ö sl. tvö ár. Hönnunin hefur tekist sérlega vel, herbergi með útsýni út á Skagafjörð, smekklegt litaval, falleg gólfefni og nýtísku baðherbergi. Þótt hótelið sé „smart“ og vandað, er það látlaust og smekklegt.

SOTI LOGDESKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Setustofan, í glugganum rétt sést í sundlaugina sem er opin gestum

Sveitin er grösug og búsældarleg og hér er unaðslegt að dvelja. Afþreying er af mörgu tagi, t.d. er boðið upp á hestaferðir, helgar-reiðnámskeið, fjallahjólaleiðsögn með jóga, einnig hægt að leigja rafmagnshjól, fjallaskíðaævintýri o.fl.

Innifalið í gistingu var kvöldmatur og morgunmatur. Maður setti sig svolítið í sparigírinn, hvítdúkuð borð, vönduð hnífapör og glös, þykkar servíettur og allt fallega framborið.

Fyrst kom hægeldaður þorskhnakki með fennel, rauðlaukssalati, kartöflumús og ristuðum möndlum og papriku.
Þá fengum við steikt lambafillé úr héraði með bökuðum kartöflum, hægeldaðri gulrót og aspas, pikkluðum rauðlauk, soðgljá og gúrku.
Í eftirrétt var frönsk súkkulaðikaka með ferskum berjum og ís.

SOTI LOGDESKAGAFJÖRÐUR —  FERÐAST UM ÍSLAND— Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni.

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka

Rabarbara-, bláberja- og sítrónubaka. Píanóleikararnir Peter Máté og Edda Erlendsdóttir sáu saman um kaffimeðlætið í síðasta föstudagskaffi í vinnunni. Peter kom með undurgóða böku í síðasta föstudagskaffi (talið er að konan hans hafi bakað...).