Ævintýraleg sigling með Icelagoon á Jökulsárlóni #Ísland

Jökulsárlón á breiðamerkursandi breiðamerkursandur icelagoon jökulsárlón.is hornafjörður selir selur jökull jöklar skriðjökull vatnajökull

Ævintýraleg sigling með Icelagoon á Jökulsárlóni

Oft hefur maður stoppað við Jökulsárlón og misst andardrátt eða tvo yfir hrikalegri fegurðinni sem er aldrei eins frá morgni til kvölds. En nú prófuðum við að fara með Icelagoon.is – Jökulsárlón.is í Zodiac spíttbát um lónið og það er margföld upplifun! Okkur hafði alltaf fundist þetta svolítið túristalegt, en þeir fordómar hurfu út í buskann. Að átta sig á umfanginu, – lónið er30 ferkílómetrar, – hitta spaka seli með saklausu, forvitnu augn sín, sem liggja í sólbaði uppi á smærri jökum, komast alveg upp að jöklinum, hlusta á kyrrðina og pínulítið brak í jöklinum af og til, þetta er stórkostlegt!

ICELAGOON.ISHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Einn af mörgum spökum selum sem urðu á vegi okkar

Skrýtið, við tímum oft ekki að kaupa okkur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir örfáa þúsundkalla, en förum svo til útlanda, bíðum kannski í endalausri röð til að kaupa dagspassa í Disneyland eða eitthvað á  kannski 15,000 kall. Öfugsnúið?

Óli, leiðsögumaðurinn okkar og spíttbátsstjóri var lifandi og var með allar staðreyndir á hreinu. Eitt af því sem kom á óvart var að fyrir 100 árum náði jökullinn þangað sem brúin er núna, en hefur hopað um u.þ.b. 8 km. Umhugsunarefni. En það var líka grínast og öllum spurningum svaraði Óli liðlega.

Segi nú bara, drífið ykkur meðan ferðamennirnir eru heima hjá sér. Þetta er geggjuð upplifun.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þvagsýrugigt – einkenni hurfu með breyttu mataræði

kjot

Þvagsýrugigt - einkenni hurfu með breyttu mataræði. Á dögunum hitti ég mann sem sagði mér frá þvagsýrugigt sem hann þjáðist af til fjölda ára. Þegar hann var verstur vaknaði hann upp á nóttunni með miklar kvalir. Hann fór að lesa sig til og breytti í kjölfarið mataræði sínu, tók út kjöt, kaffi, vín og fleira sýrumyndandi. Við þetta varð hann einkennalaus af gigtinni, án allra lyfja.

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.