Hótel Höfn #Iceland

Hótel höfn hornafjörður ósinn veitingastaður humarpitsa humarveisla humar hornafirði
Hótel Höfn á Hornafirði

Hótel Höfn

Við gistum á Hótel Höfn og borðuðum á veitingastað hótelsins, Ósnum.  Hótelið er rúmlega hálfrar aldar gamalt en hefur fengið andlitslyftingu síðustu ár. Ánægjulegt að að sjá hvernig tekst að blanda saman upphaflegum stíl innandyra við nýja tísku. Ekki spillir fjalla- og jöklasýnin á Höfn, sem er auðvitað stórkostleg. Það er ekki amalegt að setjast á blómum skrýddan pallinn og njóta. Og sérlega gleðilegt að íslenskir ferðamenn eru komnir á fullt skrið með að njóta íslenskrar náttúru og þjónustu.

HÓTEL HÖFNÓSINNHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Humarveisla

Hin Slóvenska Mojca þjónaði okkur til borðs á Ósnum og lagði sig fram um að tala íslensku, það gekk ljómandi vel hjá henni. Því miður gleymdum við að taka mynd af Mojca sem er veitingastjóri staðarins.

Humarsúpa
Haf og hagi (surf and turf)
Hægelduð nautalund, alveg sérlega meyr
Ísinn góði frá Jöklaís
Humarpitsa
Á morgunverðarhlaðborðinu er sérstakt veganhorn
Morgunstund gefur gull í mund!
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Iceland Local Food – Sælkerakort Völu Matt

Iceland Local Food - Sælkerakort Völu Matt. Matur úr héraði er mjög vinsælt framtak, ekki bara hér á landi heldur víðast hvar um heiminn. Á ferðalögum getur farið dýrmætur tími í að finna staðina sem bjóða upp á local matinn. Frumkvöðullinn og fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir, sem flestir þekkja sem Völu Matt, stendur fyrir heimasíðunni IcelandLocalFood.is og gefur árlega út sælkerakort með sama heiti. Þar eru á einum stað allt það helsta sem telst til matar úr héraði og listinn er sífellt að lengjast enda eykst áhuginn ár frá ári.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.