Auglýsing
Hótel höfn hornafjörður ósinn veitingastaður humarpitsa humarveisla humar hornafirði
Hótel Höfn á Hornafirði

Við gistum á Hótel Höfn og borðuðum á veitingastað hótelsins, Ósnum.  Hótelið er rúmlega hálfrar aldar gamalt en hefur fengið andlitslyftingu síðustu ár. Ánægjulegt að að sjá hvernig tekst að blanda saman upphaflegum stíl innandyra við nýja tísku. Ekki spillir fjalla- og jöklasýnin á Höfn, sem er auðvitað stórkostleg. Það er ekki amalegt að setjast á blómum skrýddan pallinn og njóta. Og sérlega gleðilegt að íslenskir ferðamenn eru komnir á fullt skrið með að njóta íslenskrar náttúru og þjónustu.

HÓTEL HÖFNÓSINNHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND —

Auglýsing
Humarveisla

Hin Slóvenska Mojca þjónaði okkur til borðs á Ósnum og lagði sig fram um að tala íslensku, það gekk ljómandi vel hjá henni. Því miður gleymdum við að taka mynd af Mojca sem er veitingastjóri staðarins.

Humarsúpa
Haf og hagi (surf and turf)
Hægelduð nautalund, alveg sérlega meyr
Ísinn góði frá Jöklaís
Humarpitsa
Á morgunverðarhlaðborðinu er sérstakt veganhorn
Morgunstund gefur gull í mund!