Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta svampbotn svamptertubotn svamptertubotnar svampbotnar ávextir í dós koktelávextir blandaðir ávextir koktelber Kristrún Kristjánsdóttir guðlaug Kristjánsdóttir rjómaterta
Hin klassíska gamaldags íslenska rjómaterta stendur alltaf fyrir sínu

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Kristrún Kristjánsdóttir setti inn mynd á Gamaldags matur á fasbókinni og var alveg til í að deila uppskriftinni. „Uppskriftina fékk ég frá systur minni heitinni, Guðlaugu Kristjánsdóttir fyrir mörgum, mörgum árum”

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

🇮🇸

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

3-4  egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl

Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana

1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing)
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.

Systurnar Kristrún og Guðlaug Kristjánsdætur. Myndir frá fyrri hluta 7. áratugarins

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

— KLASSÍSK ÍSLENSK GAMALDAGS RJÓMATERTA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sólrúnarbrauð – besta brauðið

Sólrúnarbrauð - Besta brauðið. Sólrún sú hin sama og bakaði Hommabrauðið góða bakaði einnig annað lyftiduftsbrauð fyrir okkur sem hún kallar besta brauðið en mér finnst ekki síður að kalla það Sólrúnarbrauð. Eins og sjá má í uppskriftinni er auðvelt að breyta í glútenlaust brauð

Borðum OMEGA 3

Valhnetur Omega 3

Borðum OMEGA 3. Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.