Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta
Kristrún Kristjánsdóttir setti inn mynd á Gamaldags matur á fasbókinni og var alveg til í að deila uppskriftinni. „Uppskriftina fékk ég frá systur minni heitinni, Guðlaugu Kristjánsdóttir fyrir mörgum, mörgum árum”
🇮🇸
— RJÓMATERTUR — TERTUR — ÍSLENSKT —
🇮🇸
Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta
3-4 egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl
Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana
1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing)
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.
🇮🇸
— RJÓMATERTUR — TERTUR — ÍSLENSKT —
— KLASSÍSK ÍSLENSK GAMALDAGS RJÓMATERTA —
🇮🇸