Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta svampbotn svamptertubotn svamptertubotnar svampbotnar ávextir í dós koktelávextir blandaðir ávextir koktelber Kristrún Kristjánsdóttir guðlaug Kristjánsdóttir rjómaterta
Hin klassíska gamaldags íslenska rjómaterta stendur alltaf fyrir sínu

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Kristrún Kristjánsdóttir setti inn mynd á Gamaldags matur á fasbókinni og var alveg til í að deila uppskriftinni. „Uppskriftina fékk ég frá systur minni heitinni, Guðlaugu Kristjánsdóttir fyrir mörgum, mörgum árum”

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

🇮🇸

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

3-4  egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl

Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana

1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing)
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.

Systurnar Kristrún og Guðlaug Kristjánsdætur. Myndir frá fyrri hluta 7. áratugarins

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

— KLASSÍSK ÍSLENSK GAMALDAGS RJÓMATERTA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur

Niðursoðnar rauðrófur með kanil. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi" - hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál 

Spínatlasagna

 

Spínatlasagna. Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.