Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta svampbotn svamptertubotn svamptertubotnar svampbotnar ávextir í dós koktelávextir blandaðir ávextir koktelber Kristrún Kristjánsdóttir guðlaug Kristjánsdóttir rjómaterta
Hin klassíska gamaldags íslenska rjómaterta stendur alltaf fyrir sínu

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

Kristrún Kristjánsdóttir setti inn mynd á Gamaldags matur á fasbókinni og var alveg til í að deila uppskriftinni. „Uppskriftina fékk ég frá systur minni heitinni, Guðlaugu Kristjánsdóttir fyrir mörgum, mörgum árum”

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

🇮🇸

Klassísk gamaldags íslensk rjómaterta

3-4  egg
2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti (ca einn bolli)
1/2 – 1 teskeið lyftiduft
1 matskeið kartöflumjöl

Þeytið egg og sykur saman
Bætið þurrefnunum varlega saman við og hrærið vel.
Setjið í tvö tertumót
Bakið við ca. 180°C hita í um 30 mín.
Kælið botnana

1 heil dós af koktelávöxtum
1 l rjómi
Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið hluta af safa af kokteilávöxtum á (stundum einnig karamellubúðing)
Stífþeytið rjóma, blandið helmningnum af kokteilávextum í rúmlega þriðjunginn af rjómanum og setjið á botninn.
Látið hinn botninn ofan á, vætið með restinni af safanum. Skreytið með rjómanum og ávöxtum.

Systurnar Kristrún og Guðlaug Kristjánsdætur. Myndir frá fyrri hluta 7. áratugarins

🇮🇸

RJÓMATERTURTERTURÍSLENSKT

— KLASSÍSK ÍSLENSK GAMALDAGS RJÓMATERTA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pestó, rauðrófumauk og sítrónusmjör

Litfögur og fjölbreytt helgi að baki. Sítrónusmjör, pestó og rauðrófumauk var útbúið en því miður þoldi matvinnsluvélin ekki álagið og skálin brotnaði. Ætli megi ekki segja að skálin sú arna hafi marga fjöruna sopið. En nú er hér matvinnsluvél en engin skál....

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð - allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns.

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.