Brjálaða Ingiríður – brjálæðislega góð terta

Sigurlaug Margrét jónasdóttir Silla sigurlaug M rúv útvarpið rás 1 döðluterta döðlukaka
Albert og Sigurlaug Margrét

Brjálaða Ingiríður – brjálæðislega góð terta

Útvarpskonan geðþekka Sigurlaug Margrét Jónasdóttir bakaði trúlega eina þá bestu tertu sem ég hef fengið lengi; Brjálaða Ingiríður er alveg brjálæðislega góð döðluterta

SIGURLAUG MARGRÉTDÖÐLUTERTUR

.

Brjálaða Ingiríður

Brjálaða Ingiríður

1 b döðlur
1/2 b saxað súkkulaði
1/2 b kókosmjöl
1 b sykur
2 egg
2 tsk vanilla
1 tsk lyftiduft
2 msk kalt vatn
3 msk hveiti

Blandið öllu saman, setjið í hringlaga form og bakið við 200°C í 20-30 mín

Brjálaða Ingiríður
Útsýnið úr sumarbústaðnum yfir Meðalfellsvatnið

SIGURLAUG MARGRÉTDÖÐLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.

Fíflasíróp

Fíflasíróp. Hættum nú í eitt skipti fyrir öll að agnúast út í fíflana, þeir eru harðgerðir og ekkert vinnur á þeim. Sættist við fallega túnfífla og nýtið þá.

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....