Bláberjafærslur – mínar uppáhalds uppskriftir með bláberjum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).

Bubba og Daddý halda matarboð

Vinkonurnar Hólmfríður og Dagbjört, betur þekktar sem Bubba og Daddý, buðu nokkrum góðum vinum sínum í mat á dögunum. Þær dömurnar kunna að njóta lífsins og bjóða oft til veislu með stuttum fyrirvara. Matseðilinn samanstóð af rækjukoktel, kálfasnitsel með ýmsu góðgæti og Pavlóvu.

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016

Tíu mest skoðuðu veitingahúsa- og sælkerabúðafærslurnar 2016. Við höfum þetta ár farið á fjölmörg veitingahús og skrifað um þau. Svo er ekki síður gaman að fylgjast með öllum þeim sælkeraverslunum sem hafa sprotið upp. Hér er topp tíu listinn yfir mest skoðuðu færslurnar um veitingahús og sælkerabúðir árið 2016