Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi kókosmjöl döðlur appelsína nammi þarf ekki að baka
Kókos- döðlu- og appelsínunammi

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

Hún Fía var í hár og smink deildinni í Þjóðleikhúsinu þegar Bergþór var að leika herra Bumble í Oliver. Einn daginn kom hún með heimatilbúið heilsunammi og þegar Bergþór kom heim tilkynnti hann að heilsunammi gæti í alvörunni verið gott. Þessi uppskrift er kannski ekki nákvæmlega eins og Fía gerði hana, en þetta er – í alvörunni – ferlega gott.

.

NAMMIAPPELSÍNUÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

.

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

100 gr döðlur
1/2 b agave (eða annað síróp)
1/4 b kókosolía
2 msk hreint kakóduft
2 msk rifið appelsínuhýði
1 msk vanilluduft
200 gr kókosmjöl
himalayasalt
Sjóðið í mauk döðlur, síróp, kókosolíu, kakó, appelsínuhýði og vanilluduft. Takið af hellunni. Blandið kókosmjöli og saltflögum saman við. Setjið á bökunarpappír í lágt form, þjappið með gaffli og mótið hliðarnar með pappírnum í ferning. Kælið, skerið í bita.

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

.

NAMMIAPPELSÍNUÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

KÓKOS- DÖÐLU- OG APPELSÍNUNAMMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.