Kaloríubomban – Rice-krispies-kornflexbotn með Daim- og bananakremi

Kaloríubomban Elsa Jóna Björnsdóttir stríðsterta hnallþóra stöðvarfjörður akranes
Kaloríubomba Elsu Jónu

Kaloríubomban – Rice-krispies-kornflexbotn með Daim- og bananakremi

Kona er nefnd Elsa Jóna Björnsdóttir. Elsa Jóna er Stöðfirðingur sem býr á Akranesi. Hún hefur bakað þessa tertu fyrir flestar veislur í fjölskyldunni síðasta aldarfjórðunginn.

.

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

.

Kaloríubomban

Kaloríubomban

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 1/2 bolli Rice crispies
1 1/2 bolli kornfleks

Krem
1/2 l rjómi – þeyttur
70 gr. suðusúkkulaði
Daim og Rommkúlur
Bananabitar
Aðferð
Stífþeytið eggjahvítur og sykur, lyftidufti bætt út í ásamt Rice krispies.
Bakið við 150-160 í ca 30-40 mín.

Krem
Þeytið rjómann og brætt súkkulaði hrært saman við rjómann. Setjið helming kremsins á neðri botninn, bananabitar og Daim kúlur þar ofan á. Efri botninn settur á og afgangurinn af kreminu settur á og á hliðarnar líka, banabitar, Daimkúlur, Rommkúlur og vínber sett ofaná (má nota þau ber sem henta hverjum og einum)

Elsa Jóna Björnsdóttir

.

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

— KALORÍUBOMBAN — 


💜

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta – raw

Gultótaterta. Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna....

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave