Auglýsing
Kaloríubomban Elsa Jóna Björnsdóttir stríðsterta hnallþóra stöðvarfjörður akranes
Kaloríubomba Elsu Jónu

Kaloríubomban – Rice-krispies-kornflexbotn með Daim- og bananakremi

Kona er nefnd Elsa Jóna Björnsdóttir. Elsa Jóna er Stöðfirðingur sem býr á Akranesi. Hún hefur bakað þessa tertu fyrir flestar veislur í fjölskyldunni síðasta aldarfjórðunginn.

.

Auglýsing

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

.

Kaloríubomban

Kaloríubomban

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 1/2 bolli Rice crispies
1 1/2 bolli kornfleks

Krem
1/2 l rjómi – þeyttur
70 gr. suðusúkkulaði
Daim og Rommkúlur
Bananabitar
Aðferð
Stífþeytið eggjahvítur og sykur, lyftidufti bætt út í ásamt Rice krispies.
Bakið við 150-160 í ca 30-40 mín.

Krem
Þeytið rjómann og brætt súkkulaði hrært saman við rjómann. Setjið helming kremsins á neðri botninn, bananabitar og Daim kúlur þar ofan á. Efri botninn settur á og afgangurinn af kreminu settur á og á hliðarnar líka, banabitar, Daimkúlur, Rommkúlur og vínber sett ofaná (má nota þau ber sem henta hverjum og einum)

Elsa Jóna Björnsdóttir

.

RICE KRISPIESMARENGSDAIMSTÖÐVARFJÖRÐURVÍNBER

— KALORÍUBOMBAN — 


💜