Auglýsing
Kókos- döðlu- og appelsínu nammi kókosmjöl döðlur appelsína nammi þarf ekki að baka
Kókos- döðlu- og appelsínunammi

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

Hún Fía var í hár og smink deildinni í Þjóðleikhúsinu þegar Bergþór var að leika herra Bumble í Oliver. Einn daginn kom hún með heimatilbúið heilsunammi og þegar Bergþór kom heim tilkynnti hann að heilsunammi gæti í alvörunni verið gott. Þessi uppskrift er kannski ekki nákvæmlega eins og Fía gerði hana, en þetta er – í alvörunni – ferlega gott.

.

NAMMIAPPELSÍNUÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

.

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

100 gr döðlur
1/2 b agave (eða annað síróp)
1/4 b kókosolía
2 msk hreint kakóduft
2 msk rifið appelsínuhýði
1 msk vanilluduft
200 gr kókosmjöl
himalayasalt
Sjóðið í mauk döðlur, síróp, kókosolíu, kakó, appelsínuhýði og vanilluduft. Takið af hellunni. Blandið kókosmjöli og saltflögum saman við. Setjið á bökunarpappír í lágt form, þjappið með gaffli og mótið hliðarnar með pappírnum í ferning. Kælið, skerið í bita.

Kókos- döðlu- og appelsínu nammi

.

NAMMIAPPELSÍNUÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

KÓKOS- DÖÐLU- OG APPELSÍNUNAMMI

.

Auglýsing