Súrkál og fleira gott frá Súrkál.is

Er að missa mig í súrkáli og mæjónesi frá súrkáli.is
Er að missa mig í súrkáli og mæjónesi frá Súrkáli.is

Er að missa mig í súrkáli og mæjónesi frá súrkáli.is

Súrkál er fínasta meðlæti með öllum mat eða sem „nart” milli mála, aukaplúsinn er að það bætir þarmaflóruna. Núna síðast borðaði ég súrkál með steiktum fiski ásamt karrý-mæjó (sjá mynd). Það má með sanni segja að súrkál geti lyft máltíðinni á hærra plan.

Hvað er súrkál?

Alvöru gamaldags súrkál er sýrt með mjólkursýrugerjun, en það er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkurvörur koma hvergi við sögu, heldur eru það mjólkursýrugerlar (sem eru náttúrulega til staðar á grænmeti) sem sýra grænmetið. Einu innihaldsefnin eru grænmeti, krydd og salt.

Aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður svo mjólkursýrugerlarnir nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Þeir lifa á sykrum úr grænmetinu og á nokkrum vikum sýrist grænmetið. Það verður verður auðmeltanlegra og vítamín og næringarefni varðveitast vel.

Að auki er mjólkursýrt grænmeti fullt af góðgerlum sem bæta og kæta þarmaflóruna.

Súrkál fyrir sælkera er ógerilsneytt lifandi súrkál. Það þýðir að við hitum það aldrei því við viljum ekki drepa góðgerlana. Best er að geyma Súrkálið fyrir sælkera í kæli, því annars er hætt við að freyði hreinlega upp úr krukkunum. Þó súrkálið sé komið í krukkur og í kæli heldur gerjunin nefnilega áfram, það bara hægist mjög mikið á henni. Við gerjunina myndast mjólkursýra og kolsýra og kolsýran myndar þrýsting eins og í gosflösku. Það er eðlilegt að það kraumi og frussi í krukkunum þegar þær eru opnaðar i fyrsta sinnþví kolsýran vill sleppa út (þetta gerist þó alls ekki alltaf). Það er góð regla að opna krukkuna yfir diski eða skál, sérstaklega ef lokið er þanið. Þá má láta kálið gjósa og troða því sem sleppur út aftur í krukkuna.

Nokkrar hugmyndir:

  • ofan á hamborgarann
  • með pylsum
  • inn í vefjur af ýmsu tagi.
  • Í salöt, hrásalat, baunasalat, byggsalat
  • út í hrísgrjón, bygg eða soðnar baunir.
  • Ofan á brauð eða kex, með öðru áleggi eða eitt og sér
  • út í súpur
  • með raclette (bræddum osti)

Karrýkál er algjör galdur blandað saman við dálitlu af sýrðum rjóma eða mæjónesi. Það minnir á ,,Coleslaw“ eða gamla góða hrásalatið, nema á sterum! Það er ómissandi með grillmat, steiktum fiski og passar satt að segja með flestum mat.

Í Kóreu er borðað dálítið af Kimchi með öllum máltíðum. Það passar sérlega vel með núðlum og grjónum, út í súpur, inn í vefjur, ofan á hamborgara og síðast en ekki síst blandað í Kimchi-mæjó sem meðlæti með nánast hverju sem er.

Rauðmeti er stórgott með öllu sem passar að hafa rauðkál með og algjör snilld með kæfu ofan á brauð.

Lifandi góðgerlar – Bætir og styrkir þarmaflóruna – Engin aukaefni – Án viðbætts sykurs – Vegan – Ketó – Raw

Er að missa mig í súrkáli og mæjónesi frá Súrkáli.is. Færslan er unnin í samstarfi við súrkál.is

.

— SÚRKÁLIÐ GÓÐA FRÁ SÚRKÁL.IS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.