Hvítlaukskjúklingur allra tíma
.
— LINDA BALDVINS — KJÚKLINGUR — HVÍTLAUKUR — SEYÐISFJÖRÐUR —
.
Hvítlaukskjúklingur allra tíma
4 kjúklingabringur
1 poki brauðteningar (um 150 g)
1 parmasean ostur heill
Heill stór hvítlaukur
2 b jómfrúar ólífuolía
Salt og pipar
Olíu, hvítlauk, salti og pipar blandað saman og kjúklingurinn látinn liggja í olíubaðinu í smá stund.
Brauðteningarnir muldir og parmasean osturinn rifinn smátt og blandað saman við.
Kjúklingnum velt uppúr brauðmylsnunni og settur í lokað eldfast mót eða leirpott og látið krauma í ca 45 mínútur. Lokið tekið af í ca 10 mín eða þar til mylsnan er orðin ljósbrún. Ef þarf má auka olíu magnið (ekki gott að hafa of lítið af henni)
Berið fram með hrísgrjónum, sojasósu og hvítlauksbrauði.
–
— KJÚKLINGUR — HVÍTLAUKUR — SEYÐISFJÖRÐUR —
— HVÍTLAUKSKJÚKLINGUR ALLRA TÍMA —
–