Auglýsing
Hvítlaukskjúklingur allra tíma linda baldvinsdóttir kjúklingur
Hvítlaukskjúklingur allra tíma

Hvítlaukskjúklingur allra tíma

Linda Baldvins er víðfræg fyrir hvítlaukskjúklinginn sem hún er búin að þróa og bæta. Hvítlauksilminn lagði út á hlað þegar ég mætti, bragðið var engu líkt og eftirbragðið jafnvel betra 🙂 Linda er Seyðfirðingur og starfar sem lífsmarkþjálfi og heldur úti Manngildi.is – ráðgjafafyrirtæki. Margir fylgjast með henni á manngildissíðunni á fasbókinni þar sem hún er öflug, og eins fylgjast margir með pistlunum hennar á Smartlandi mbl.is.

.

LINDA BALDVINSKJÚKLINGURHVÍTLAUKURSEYÐISFJÖRÐUR

Auglýsing

.

Vegir okkar Lindu lágu fyrst saman þegar við vorum hluti af kraftmiklum Mastermind hópi.

Hvítlaukskjúklingur allra tíma

4 kjúklingabringur
1 poki brauðteningar (um 150 g)
1 parmasean ostur heill
Heill stór hvítlaukur
2 b jómfrúar ólífuolía
Salt og pipar

Olíu, hvítlauk, salti og pipar blandað saman og kjúklingurinn látinn liggja í olíubaðinu í smá stund.

Brauðteningarnir muldir og parmasean osturinn rifinn smátt og blandað saman við.

Kjúklingnum velt uppúr brauðmylsnunni og settur í lokað eldfast mót eða leirpott og látið krauma í ca 45 mínútur. Lokið tekið af í ca 10 mín eða þar til mylsnan er orðin ljósbrún. Ef þarf má auka olíu magnið (ekki gott að hafa of lítið af henni)

Berið fram með hrísgrjónum, sojasósu og hvítlauksbrauði.

Salatið: veislusalat, konfekttómatar, niðurskornar döðlur ca 1 bolli og kókos flögur eftir smekk.
Veganútgáfan
Fallegt veisluborð
Hvítvín í glas

KJÚKLINGURHVÍTLAUKURSEYÐISFJÖRÐUR

— HVÍTLAUKSKJÚKLINGUR ALLRA TÍMA —