Hvítlaukskjúklingur allra tíma

Hvítlaukskjúklingur allra tíma linda baldvinsdóttir kjúklingur
Hvítlaukskjúklingur allra tíma

Hvítlaukskjúklingur allra tíma

Linda Baldvins er víðfræg fyrir hvítlaukskjúklinginn sem hún er búin að þróa og bæta. Hvítlauksilminn lagði út á hlað þegar ég mætti, bragðið var engu líkt og eftirbragðið jafnvel betra 🙂 Linda er Seyðfirðingur og starfar sem lífsmarkþjálfi og heldur úti Manngildi.is – ráðgjafafyrirtæki. Margir fylgjast með henni á manngildissíðunni á fasbókinni þar sem hún er öflug, og eins fylgjast margir með pistlunum hennar á Smartlandi mbl.is.

.

LINDA BALDVINSKJÚKLINGURHVÍTLAUKURSEYÐISFJÖRÐUR

.

Vegir okkar Lindu lágu fyrst saman þegar við vorum hluti af kraftmiklum Mastermind hópi.

Hvítlaukskjúklingur allra tíma

4 kjúklingabringur
1 poki brauðteningar (um 150 g)
1 parmasean ostur heill
Heill stór hvítlaukur
2 b jómfrúar ólífuolía
Salt og pipar

Olíu, hvítlauk, salti og pipar blandað saman og kjúklingurinn látinn liggja í olíubaðinu í smá stund.

Brauðteningarnir muldir og parmasean osturinn rifinn smátt og blandað saman við.

Kjúklingnum velt uppúr brauðmylsnunni og settur í lokað eldfast mót eða leirpott og látið krauma í ca 45 mínútur. Lokið tekið af í ca 10 mín eða þar til mylsnan er orðin ljósbrún. Ef þarf má auka olíu magnið (ekki gott að hafa of lítið af henni)

Berið fram með hrísgrjónum, sojasósu og hvítlauksbrauði.

Salatið: veislusalat, konfekttómatar, niðurskornar döðlur ca 1 bolli og kókos flögur eftir smekk.
Veganútgáfan
Fallegt veisluborð
Hvítvín í glas

KJÚKLINGURHVÍTLAUKURSEYÐISFJÖRÐUR

— HVÍTLAUKSKJÚKLINGUR ALLRA TÍMA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.