Íslenskt sjávarsalt – já takk

Íslenskt sjávarsalt - já takk lífsalt saltwerk norðursalt saltverk umami sjávarsalt völli snær völundur snær sjávarsalt
Íslenskt sjávarsalt – já takk

Íslenskt sjávarsalt – já takk

Við ættum að sameinast um að kaupa íslenskt salt, bæði til að standa við bakið á íslenskum fyrirtækjum og ekki síður vegna þess að íslenska saltið er gæða vara. Það eru  tveir virkir framleiðendur á salti á Íslandi; Saltwerk og Norður og co.

Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt “efni (natrínklóríð) með sérkennilegt sterkt bragð, notað við matvælageymslu og matargerð…” Íslenska alfræðiorðabókin segir enn fremur að salt sé: “bergtegund sem að uppistöðu er salt eða sölt.” Saltið fæst annað hvort með námugreftri í sérstökum jarðlögum eða með uppgufun. Uppgufunin virkar þannig að sjór eða steinefnaríkt lindarvatn er látið gufa upp þannig að saltið verður eftir.*

Ocean umami sjávarsalt

OCEAN UMAMI SALT: 95% sjávarsalt vottað af TÚN. 5% blanda af Fucus vesiculosus, Palmaria palmata og Laminaria digitata. Saltið er náttúruvæn framleiðsla sem byggist á nýtingu jarðvarma. Aðferðin var þróuð árið 1753 og hefur verið síðan verið vandlega varðveitt. Þarinn er handtíndur í Breiðafirði þar sem ýtrustu kröfur um gæði og sjálfbærni er gerð.

Það sem gerir umami saltið einstakt er þarablandan sem í því er en umami er jafnan kallað fimmta bragðið sem tungan skynjar. Það er í miklu uppáhaldi hjá matreiðslumönnum og matgæðingum um heim allan enda sagt gefa matnum hárbeittan undirtón og bassa.

Lífsalt er heilsusalt sem inniheldur 60% lægra natríum en hefðbundið salt

LÍFSALT: Natríum 41%, Kalíum 41%, Magnesíum sölt 17%, Snefilefni 1%. Á pakkningu segir: Magnesíum gegnir lykilhlutverki í efnaskiptum líkamans svo sem við orkuvinnslu og myndun próteina. Það kemur jafnvægi á ónæmiskerfið og er nauðsynlegt fyrir starfsemi nýrna og styrkir beinmyndun og taugakerfi.

Saltwerk

SALTVERK: Klassískt íslenskt sjávarsalt. Saltverk sjávarsalt er kröftugt, steinefnaríkt íslensk sjávarsalt, framleitt með orku frá jarðhitavatni á norðvesturlandi. Jarðhiti er eini orkugjafinn sem notaður er við framleiðsluferlið og skilur því eftir sig lítið kolefnisspor í umhverfinu. Saltið hentar í hverskonar matargerð.

Norðursalt

NORÐURSALT: Saltvinnsla Norður & Co. er náttúruvæn og byggist á nýtingu jarðvarma. Aðferðin var þróuð í samvinnu Íslendinga og Dana árið 1753 og hefur síðan verið vandlega varðveitt hjá þessum þjóðum. Hreinum sjó er dælt á opnar pönnur, kynt undir þeim með hveravatni og sjórinn eimaður hægt. Þessi sjálfbæra framleiðsla skilur ekki eftir sig koltvísýring heldur aðeins hreina afurð – ferskar og stökkar sjávarsaltflögur.

Saltgerð Norður & Co. er í Karlsey innarlega í Breiðafirði, skammt frá Reykhólum. Breiðafjörður er friðlýst svæði, þekkt fyrir óteljandi eyjar og tæran sjóinn sem umlykur þær. Í kringum Reykhóla er að finna bæði landbúnað og aðrar nytjar náttúrunnar enda nýtur sveitin alls hins besta úr eyjunum, sjónum og landinu. Flest þekkjum við svæðið þó bara sem hinn fagra Breiðafjörð og helstu matarkistu Íslendinga í þúsund ár.

LÍFSALT — OCEAN UMAMI SALT — SALTVERK — NORÐURSALT —

— * Vísindavefurinn

— ÍSLENSKT SJÁVARSALT —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.