Auglýsing
Cayenne, sítróna og ólífuolía - hressingardrykkur cayenne pipar
Cayenne, sítróna og ólífuolía – hressingardrykkur

Tíu eldheitar ástæður fyrir því að fá sér cayenne

„Næringarfræðisamtök Bandaríkjana (American Nutrition Association eða ANA) mæla með notkun og nefna tegundina cayennepipar. Í grein um piparinn er mælt með að setja cayennepiparinn á topp 10 listann yfir krydd til að eiga heima því það mun bæta virkni hinna níu á listanum.” Úr grein sem Beta Reynis skrifaði og birtist HÉR.

CAYENNEBETA REYNISCAYENNEGREININ

.

Tíu ástæður að nota cayennepipar eru eftirfarandi (skv. ANA):

  1. Styrkir hjartað, jafnvel stoppa hjartaáfall á byrjunarstigi
  2. Bætir blóðflæðið og hreinsar veggi æðanna og er hjálparefni við endurnýjun rauðra blóðfrumna
  3. Eflir meltingakerfið
  4. Kemur jafnvægi á lifrina og gallblöðruna
  5. Drepur blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur og minnkar æxlismyndun
  6. Eflir mótefnakerfið og bætir liðverki
  7. Góð áhrif til að minnka gyllinæð
  8. Stoppar blæðingu ef sett er á opið sár (topical application)
  9. Minnkar þríglýseríð í blóði (blóðfitu)
  10. Sveppaeyðandi og minnkar mittismál*

Verulega hressandi drykkur. 

Volgt vatn, 1-2 dl

1/3 tsk cayenne pipar

1 tsk sítrónusafi

1/2 – 1 tsk ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekkið í einum teyg 🙂

*Fassa P., American Nutriton Association (ANA).38 (2).  (sótt okt. 2017) Aðgengilegt á: http://americannutritionassociation.org/newsletter/cayenne.

.

— CYANNE, SÍTRÓNA OG ÓLÍFUOLÍA – HRESSINGARDRYKKUR —

Auglýsing