Allt er þegar þrennt er – næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs

Allt er þegar þrennt er - næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs Elísabet Reynis og Albert matseðill matarprógramm fasta námskeið 800 hitaeiningar megrun megrunarnámskeið blóðsykursstjórnun næringarfræðingur
Elísabet Reynis og Albert

Í haust hafði Beta Reynis næringarfræðingur samband við okkur Bergþór og bað okkur að vera með í hópi sem fylgdi matarprógrammi sem hún hefur þróað síðustu ár. Auðvitað vorum við til, hugmynd hennar var að gera gott efni enn betra. Innifalið var spjall við Betu og ýmis ráð auk matarplans sem við fylgdum (uppskriftir og innkaupalistar). Það var verulega ánægjulegt að taka þátt og finna á eigin skinni áhrifin, aukna orku og bólgur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu. Við urðum algjörlega heillaðir og höfum eiginlega ekki hætt á námskeiðinu.

Við Beta höfum ákveðið að snúa bökum saman og bjóða saman upp á námskeið sem við köllum:

ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER – Næring, hreyfing og aukin orka.

Þekkir þú þessi einkenni:

  • Orku­laus eft­ir máltíðir
  • Þyng­daraukning
  • Aukin kviðfita
  • Þreyta og slen
  • Bólgur?

Ef svo er, þá mælum við með að koma á námskeiðið okkar.
Beta Reynis og Albert Eiríksson sjá um námskeiðið „ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER.”
Matarplan í blóðsykursstjórnun, fyrirlestrar og fjölbreytt fræðsla og fyrirlestrar.

UPPFÆRT: Vorum að bæta við aukanámskeiðum 7. og 8. apríl.  Takmarkaður fjöldi kemst á hvort á námskeið. Allt er þegar þrennt er – uppl. Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com 

Fullbókað á aukanámskeiðin 1. og 2. febrúar og 22. og 23. febrúar. 

Einnig er hægt að senda póst á albert.eiriksson@gmail.com  🙂 Takk fyrir 🙂

Allt er þegar þrennt er – uppl

 

Elísabet Reynisdóttir og Albert Eiríksson.                                  Ljósmyndir: Olga Helgadóttir

— ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER —

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Möndlusmjör

Möndlusmjör

Möndlusmjör. Maður er nefndur Ásgeir Páll, það er einstaklega skemmtilegt að gefa honum að borða. á Fasbókinni sá ég að hann var að búa til möndlusmjör og bað um uppskriftina....