Allt er þegar þrennt er – næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs

Allt er þegar þrennt er - næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs Elísabet Reynis og Albert matseðill matarprógramm fasta námskeið 800 hitaeiningar megrun megrunarnámskeið blóðsykursstjórnun næringarfræðingur
Elísabet Reynis og Albert

Í haust hafði Beta Reynis næringarfræðingur samband við okkur Bergþór og bað okkur að vera með í hópi sem fylgdi matarprógrammi sem hún hefur þróað síðustu ár. Auðvitað vorum við til, hugmynd hennar var að gera gott efni enn betra. Innifalið var spjall við Betu og ýmis ráð auk matarplans sem við fylgdum (uppskriftir og innkaupalistar). Það var verulega ánægjulegt að taka þátt og finna á eigin skinni áhrifin, aukna orku og bólgur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu. Við urðum algjörlega heillaðir og höfum eiginlega ekki hætt á námskeiðinu.

Við Beta höfum ákveðið að snúa bökum saman og bjóða saman upp á námskeið sem við köllum:

ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER – Næring, hreyfing og aukin orka.

Þekkir þú þessi einkenni:

  • Orku­laus eft­ir máltíðir
  • Þyng­daraukning
  • Aukin kviðfita
  • Þreyta og slen
  • Bólgur?

Ef svo er, þá mælum við með að koma á námskeiðið okkar.
Beta Reynis og Albert Eiríksson sjá um námskeiðið „ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER.”
Matarplan í blóðsykursstjórnun, fyrirlestrar og fjölbreytt fræðsla og fyrirlestrar.

UPPFÆRT: Vorum að bæta við aukanámskeiðum 7. og 8. apríl.  Takmarkaður fjöldi kemst á hvort á námskeið. Allt er þegar þrennt er – uppl. Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com 

Fullbókað á aukanámskeiðin 1. og 2. febrúar og 22. og 23. febrúar. 

Einnig er hægt að senda póst á albert.eiriksson@gmail.com  🙂 Takk fyrir 🙂

Allt er þegar þrennt er – uppl

 

Elísabet Reynisdóttir og Albert Eiríksson.                                  Ljósmyndir: Olga Helgadóttir

— ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER —

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ber í rommi

berirommi Ber í rommi

Ber í rommi. Í upphaflegu uppskriftinni voru aðeins ber en ég ákvað að bæta við fleiri ávöxtum. Þannig að nafnið ætti eiginlega að vera: Ávextir í rommi. En hitt hljómar mun betur, sérstaklega ef við höfum í huga hina frægu bók Helgu Sigurðar Grænmeti og ber allt árið sem gárungar þessa lands kölluðu aldrei annað en Ber allt árið

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.