Allt er þegar þrennt er – næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs

Allt er þegar þrennt er - næring, hreyfing og aukin orka. Námskeið til betra lífs Elísabet Reynis og Albert matseðill matarprógramm fasta námskeið 800 hitaeiningar megrun megrunarnámskeið blóðsykursstjórnun næringarfræðingur
Elísabet Reynis og Albert

Í haust hafði Beta Reynis næringarfræðingur samband við okkur Bergþór og bað okkur að vera með í hópi sem fylgdi matarprógrammi sem hún hefur þróað síðustu ár. Auðvitað vorum við til, hugmynd hennar var að gera gott efni enn betra. Innifalið var spjall við Betu og ýmis ráð auk matarplans sem við fylgdum (uppskriftir og innkaupalistar). Það var verulega ánægjulegt að taka þátt og finna á eigin skinni áhrifin, aukna orku og bólgur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu. Við urðum algjörlega heillaðir og höfum eiginlega ekki hætt á námskeiðinu.

Við Beta höfum ákveðið að snúa bökum saman og bjóða saman upp á námskeið sem við köllum:

ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER – Næring, hreyfing og aukin orka.

Þekkir þú þessi einkenni:

  • Orku­laus eft­ir máltíðir
  • Þyng­daraukning
  • Aukin kviðfita
  • Þreyta og slen
  • Bólgur?

Ef svo er, þá mælum við með að koma á námskeiðið okkar.
Beta Reynis og Albert Eiríksson sjá um námskeiðið „ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER.”
Matarplan í blóðsykursstjórnun, fyrirlestrar og fjölbreytt fræðsla og fyrirlestrar.

UPPFÆRT: Vorum að bæta við aukanámskeiðum 7. og 8. apríl.  Takmarkaður fjöldi kemst á hvort á námskeið. Allt er þegar þrennt er – uppl. Vinsamlega sendið póst til að skrá ykkur: SENDA PÓST eða á albert.eiriksson@gmail.com 

Fullbókað á aukanámskeiðin 1. og 2. febrúar og 22. og 23. febrúar. 

Einnig er hægt að senda póst á albert.eiriksson@gmail.com  🙂 Takk fyrir 🙂

Allt er þegar þrennt er – uppl

 

Elísabet Reynisdóttir og Albert Eiríksson.                                  Ljósmyndir: Olga Helgadóttir

— ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER —

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.