Auglýsing
Nútellajólatré smjördeig nutella heslihnetur heimagert nútella
Nútellajólatré

Nútellajólatré

Látið ekki hugfallast, þetta er hvorki flókið né vandasamt. Fletjið út tvær smjörplötslengjur og skerið meðfram þannig að myndist útlínur jólatrés. Leggið annað „jólatréð” á bökunarpappír, smyrjið með Nútella og leggið hitt „jólatréð” yfir. Skerið næstum því inn að miðju og snúið hverri lengju í hálfhring. Bakið við 200°C í um 20 mín eða þangað til er kominn fallegur gylltur litur. Látið kólna. Skreytið með rifsberjum og eini eða öðru grænu. Stráið flórsykri yfir.

NUTELLAJÓLINSMJÖRDEIGJÓLATRÉ

.

Nútella frá grunni

300 g heslihnetur

220 g steinlausar mjúkar döðlur

sjóðandi heitt vatn

45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli

1/3 tsk salt

Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180° C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inn í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.

Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.

Albert og Vilborg með Nútellajólatréð

NUTELLAJÓLINSMJÖRDEIGJÓLATRÉ

— NÚTELLAJÓLATRÉ —

Auglýsing