Kertasníkir
Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn, og sá síðasti kallaður sem kemur til manna, þann 24. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
— JÓLASVEINAR —JÓLIN — KERTI — ÞJÓÐSÖGUR — AÐFANGADAGUR —
.
Kertasníkir kom á aðfangadag og elti börnin til að reyna að ná af þeim tólgarkertunum. Þótti honum þau hið mesta góðgæti.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
- Þrettándi var Kertasníkir,
- -þá var tíðin köld,
- ef ekki kom hann síðastur
- á aðfangadagskvöld.
- Hann elti litlu börnin,
- sem brostu glöð og fín,
- og trítluðu um bæinn
- með tólgarkertin sín.
Vísan virðist þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem hann virðist koma að kvöldi aðfangadags. Um hann segir í vísunum „ef ekki kom hann síðastur, á aðfangadagskvöld.“
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:
„Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið“ (bls. 104).
Af WIKIPEDIA
— JÓLIN —
Í gær kom KETKRÓKUR og eins og kunnugt er Kertasníkir seinasti sveinninn.
–
–