Kertasníkir

kertasníkir jólaseinn íslensku jólasveinarnir
Kertasníkir. Myndin er af VÍSINDAVEFNUM

Kertasníkir

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn, og sá síðasti kallaður sem kemur til manna, þann 24. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINARJÓLINKERTI — ÞJÓÐSÖGURAÐFANGADAGUR

.

Kertasníkir kom á aðfangadag og elti börnin til að reyna að ná af þeim tólgarkertunum. Þótti honum þau hið mesta góðgæti.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Vísan virðist þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem hann virðist koma að kvöldi aðfangadags. Um hann segir í vísunum „ef ekki kom hann síðastur, á aðfangadagskvöld.“

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:

„Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið“ (bls. 104).

Af WIKIPEDIA

JÓLIN

Í gær kom KETKRÓKUR og eins og kunnugt er Kertasníkir seinasti sveinninn.

— KERTASNÍKIR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vegan – fyrir og eftir

Vegan Before After

Vegan - fyrir og eftir. Nú stendur yfir veganúar, fyrirmyndin er Veganuary.com.  Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa af eigin raun hversu gefandi og auðvelt það getur verið.

Ferskt, svalandi og litfagurt vatnsmelónusalat

Ferskt og svalandi vatnsmelónusalat. Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla