Auglýsing
paella arna ruth einarsdóttir fáskrúðsfjörður
Paella Örnu Ruthar

Paella Örnu Ruthar

Arna Ruth frænka mín býr í litlum skíðabæ í Bandaríkjunum kallaður Aspen þar sem útivist er allsráðandi. Aspen er af mörgum Íslendingum vel þekktur fyrir glæsileg skíðasvæði, Arna er mikil skíðakona og nýtur þess að skreppa í fjallið þegar hún getur.

Aðspurð segir hún að uppihalds maturinn sinn sé allur fiskur úr sjó: humar, rækjur, just name it.

PAELLAHUMAR

.

Arna Ruth Einarsdóttir í Aspen þar sem hún býr með kærastanum sínum Chris og hundinum Ryker.

Paella Örnu

1 laukur
1 gul paprika
1 hvítlaukur
1 stór tómatur
50 g chorizo pylsa í sneiðum
500 g humar
300 g paella hrísgrjón

Kryddin:
1 tsk paprika
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk oreganó
1 tsk steinselja
1/2 tsk cayenne
smá saffran

1 b kjúklingasoð
3 b fiskisoð

Saxið lauk, papriku og hvítlauk og steikið í ólífuolíu á pönnu. Bætið við chorizo og öllu kryddinu. Steikið um stund.
Bætið hrísgrjónum við og blandið vel saman.
Látið kjúklinga- og fiskisoði saman við.

Látið malla á lágum hita í 10-12 mín. án loks – hrærið ekki í.

Bætið við humri, látið malla í 8-12 mín.

Bert fram með salati og snittubrauði.

Heimishundurinn Ryker (Chesapeake Bay Retriever)

–PAELLA ÖRNU RUTHAR —

.

Auglýsing