Paella Örnu Ruthar

paella arna ruth einarsdóttir fáskrúðsfjörður
Paella Örnu Ruthar

Paella Örnu Ruthar

Arna Ruth frænka mín býr í litlum skíðabæ í Bandaríkjunum kallaður Aspen þar sem útivist er allsráðandi. Aspen er af mörgum Íslendingum vel þekktur fyrir glæsileg skíðasvæði, Arna er mikil skíðakona og nýtur þess að skreppa í fjallið þegar hún getur.

Aðspurð segir hún að uppihalds maturinn sinn sé allur fiskur úr sjó: humar, rækjur, just name it.

PAELLAHUMAR

.

Arna Ruth Einarsdóttir í Aspen þar sem hún býr með kærastanum sínum Chris og hundinum Ryker.

Paella Örnu

1 laukur
1 gul paprika
1 hvítlaukur
1 stór tómatur
50 g chorizo pylsa í sneiðum
500 g humar
300 g paella hrísgrjón

Kryddin:
1 tsk paprika
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk oreganó
1 tsk steinselja
1/2 tsk cayenne
smá saffran

1 b kjúklingasoð
3 b fiskisoð

Saxið lauk, papriku og hvítlauk og steikið í ólífuolíu á pönnu. Bætið við chorizo og öllu kryddinu. Steikið um stund.
Bætið hrísgrjónum við og blandið vel saman.
Látið kjúklinga- og fiskisoði saman við.

Látið malla á lágum hita í 10-12 mín. án loks – hrærið ekki í.

Bætið við humri, látið malla í 8-12 mín.

Bert fram með salati og snittubrauði.

Heimishundurinn Ryker (Chesapeake Bay Retriever)

–PAELLA ÖRNU RUTHAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla