Ítalskar kjötbollur með mintusósu og gullterta með kaffinu

ELDHÚSBÓKIN Ítalskar kjötbollur með pastasósu og mintusósu pastasósa mintusósa myntusósa laufey kristjónsdóttir
Ítalskar kjötbollur með pastasósu og mintusósu

Ítalskar kjötbollur með mintusósu

Á árunum 1958-1986 kom út Eldhúsbókin, sem Heimilisbókaútgáfan gaf út. Laufey Kristjónsdóttir hafði samband og vildi gauka að mér nokkrum árgöngum af þessu veglega tímariti. Blaðið er hið veglegasta, uppskriftir, fróðleikur, handavinna og blómaþáttur svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég sótti Eldhúsbókina bauð Laufey upp á ljúffengar ítalskar kjötbollur með meiriháttar mintusósu og á eftir var Gullterta með kaffinu.

.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSAELDHÚSBÓKIN

.

Eldhúsbókin var gefin út af Heimilisbókaútgáfunni á árunum 1958-1986.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSA

.

Ítalskar kjötbollur

1 kg nautahakk
3 heilhveitbrauðsneiðar
handfylli af söxuðum rúsínum
1 bolli smátt rifinn Pecorino
1 knippi steinselja, smátt söxuð
2-3 litlir hvítlaukar, pressaðir
4 egg
heimatilbúið rasp eftir þörfum
2 ½ tsk sjávarsalt
1 ½ tsk hvítur pipar

Brauðsneiðarnar lagðar í bleyti í vatn í smástund sem síðan er kreyst úr þeim. Sett í stóra skál ásamt öllu öðru nema raspinu. Blandað vel saman með höndunum áður en raspinu er bætt smám saman útí 1-2 msk í einu þar til auðvelt er að móta bollur úr deiginu sem eiga að vera frekar stórar. Ca 20 st.

Raðið á smörpappírsklædda bökunarplötu og eldið við 180° í hálftíma.

Pastasósa

2 laukar
2 hvítlaukar litlir
3 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpurré
1 fræhreinsað chili
1 stórt knippi basilika, söxuð
½ -1 bolli vatn
salt og pipar

Smátt sneiddur laukurinn glæraður í olíu í potti.
Restinni bætt útí ásamt vatni eftir þörfum.
Látið malla við mjög vægan hita í 1-2 klst. Hrært í af og til.

Kjötbollur með pastasósu og mintusósu

Mintusósa

5 dl grísk jógúrt
½ knippi fersk minta, söxuð
hnefafylli steinselja, söxuð
3-4 msk sítrónusafi
2-3 tsk hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti, pipar, hunangi/sítrónu

Gullterta

Gullterta

75 g smjörlíki
75 g sykur
3 eggjarauður
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
3-4 msk mjólk

Marens
3 eggjahvítur
125 g sykur

Fylling
3 dl rjómi, þeyttur
3 msk epla eða apríkósumauk

Smjölíki og sykur þeytt saman, eggjauðum bætt útí. Lyftidufti blandað í hveiti sem bætt er svo í til skiptis við mjólkina. Sett í tvö hringlaga form.
Bakað við 175°c í 15 mín.
Á meðan eru eggjahvíturnar stífþeyttar með sykrinum, sett ofaná og bakað áfram í ca 20 mín við 150-175°c
Rjóminn þeyttur og maukið sett saman við. Sett á milli botnanna.
Best daginn eftir.

.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSAELDHÚSBÓKIN

— ÍTALSKAR KJÖTBOLLUR OG GULLTERTA —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Terturánið mikla 17. júní 1994

Terturánið mikla 17. júní 1994. Þann 17. júní 1994 var haldið upp á 50 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Það er víst óhætt að segja að fólk eigi misgóðar minningar frá deginum. Stærsta og frægasta umferðarteppa Íslandssögunnar náði frá Reykjavík til Þingvalla. Á þessum degi var ég heima á Brimnesi og fór með nokkra barnunga vinnumenn í fjallgöngu.

Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa. Gunnar og Helena buðu nokkrum vinum sínum í matarboð og í forrétt buðu þau upp á þessa hátíðlegu humarsúpu. Súpan er löguð frá grunni og tók rúman sólarhring að útbúa hana. Gunnar nostraði fyrst við humarsoðið og síðar við súpuna og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.