Ítalskar kjötbollur með mintusósu og gullterta með kaffinu

ELDHÚSBÓKIN Ítalskar kjötbollur með pastasósu og mintusósu pastasósa mintusósa myntusósa laufey kristjónsdóttir
Ítalskar kjötbollur með pastasósu og mintusósu

Ítalskar kjötbollur með mintusósu

Á árunum 1958-1986 kom út Eldhúsbókin, sem Heimilisbókaútgáfan gaf út. Laufey Kristjónsdóttir hafði samband og vildi gauka að mér nokkrum árgöngum af þessu veglega tímariti. Blaðið er hið veglegasta, uppskriftir, fróðleikur, handavinna og blómaþáttur svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég sótti Eldhúsbókina bauð Laufey upp á ljúffengar ítalskar kjötbollur með meiriháttar mintusósu og á eftir var Gullterta með kaffinu.

.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSAELDHÚSBÓKIN

.

Eldhúsbókin var gefin út af Heimilisbókaútgáfunni á árunum 1958-1986.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSA

.

Ítalskar kjötbollur

1 kg nautahakk
3 heilhveitbrauðsneiðar
handfylli af söxuðum rúsínum
1 bolli smátt rifinn Pecorino
1 knippi steinselja, smátt söxuð
2-3 litlir hvítlaukar, pressaðir
4 egg
heimatilbúið rasp eftir þörfum
2 ½ tsk sjávarsalt
1 ½ tsk hvítur pipar

Brauðsneiðarnar lagðar í bleyti í vatn í smástund sem síðan er kreyst úr þeim. Sett í stóra skál ásamt öllu öðru nema raspinu. Blandað vel saman með höndunum áður en raspinu er bætt smám saman útí 1-2 msk í einu þar til auðvelt er að móta bollur úr deiginu sem eiga að vera frekar stórar. Ca 20 st.

Raðið á smörpappírsklædda bökunarplötu og eldið við 180° í hálftíma.

Pastasósa

2 laukar
2 hvítlaukar litlir
3 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpurré
1 fræhreinsað chili
1 stórt knippi basilika, söxuð
½ -1 bolli vatn
salt og pipar

Smátt sneiddur laukurinn glæraður í olíu í potti.
Restinni bætt útí ásamt vatni eftir þörfum.
Látið malla við mjög vægan hita í 1-2 klst. Hrært í af og til.

Kjötbollur með pastasósu og mintusósu

Mintusósa

5 dl grísk jógúrt
½ knippi fersk minta, söxuð
hnefafylli steinselja, söxuð
3-4 msk sítrónusafi
2-3 tsk hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman og smakkað til með salti, pipar, hunangi/sítrónu

Gullterta

Gullterta

75 g smjörlíki
75 g sykur
3 eggjarauður
125 g hveiti
1 tsk lyftiduft
3-4 msk mjólk

Marens
3 eggjahvítur
125 g sykur

Fylling
3 dl rjómi, þeyttur
3 msk epla eða apríkósumauk

Smjölíki og sykur þeytt saman, eggjauðum bætt útí. Lyftidufti blandað í hveiti sem bætt er svo í til skiptis við mjólkina. Sett í tvö hringlaga form.
Bakað við 175°c í 15 mín.
Á meðan eru eggjahvíturnar stífþeyttar með sykrinum, sett ofaná og bakað áfram í ca 20 mín við 150-175°c
Rjóminn þeyttur og maukið sett saman við. Sett á milli botnanna.
Best daginn eftir.

.

ÍTALÍAKJÖTBOLLURMINTAMARENGSPASTASÓSAELDHÚSBÓKIN

— ÍTALSKAR KJÖTBOLLUR OG GULLTERTA —

..

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.