Framkoman skapar manninn ekki síður en fötin

Andrea Oddsteinsdóttir starfrækti Tískuskóla Andreu um árabil og skrifaði í blöðin um mannasiði og annað.
Andrea Oddsteinsdóttir starfrækti Tískuskóla Andreu um árabil og skrifaði í blöðin um mannasiði og annað.

Andrea Oddsteinsdóttir starfrækti Tískuskóla Andreu um árabil og skrifaði í blöðin um mannasiði og annað. Árið 1964 birtist þessi grein í Tímanum.

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI/BORÐSIÐIRÍSLENSKT

.

Tökum sem dæmi þessa ankannalegu kveðju „Halló”, sem því miður er orðin svo algeng hjá ungu fólki. Þannig heilsuðust forfeður okkar aldrei. Hvers vegna ættum við þá að gera það? Þetta er ekki íslenzk kveðja. Við eigum að segja „komið þér sælir eða sælar”, þegar við þérum. Mér er spurn hvers vegna menn nota þetta tilkomulitla og stuttaralega „halló”, þar sem við eigum einhverja fallegustu kveðju, sem til er í nokkru máli, svo vitnað sé í orð Courmont, málsnillingsins fræga og Íslandsvinarins góða.
Þeir sem eru alltaf að gera sér far um að vera kumpánalegir og tilgerðarlausir hættir stundum til að gera sér of dælt við ókunnugt fólk. Ef það er rétt, að öll sönn kurteisi byggist fyrst og fremst á tillitssemi við náungann þá er mörgum hollt að muna það, að ekkert er auðveldara en að styggja menn með uppáþrengjandi elskulegheitum eða yfirþyrmandi kumpánaskap.
Enginn má skilja orð mín svo, að ég hafi eitthvað á móti hlýju viðmóti, öðru nær, en af öllu má of mikið gera. Mér finnst það t.d. full langt gengið þegar kona kemur inn í dömusamkvæmi og ávarpar viðstadda eitthvað á þessa leið:
„Halló, ég nenni ekki að hafa neinar serimoniur og heilsa ykkur öllum með handabandi”, og hlammar sér síðan niður í stólinn. Það er sjálfsögð kurteisi að heilsa hverjum og einum með handabandi (ég á ekki við kokteilboð). Það er mjög stórt atriði að kunna að haga kveðjuorðum sínum rétt og bera sig vel, þegar maður kemur í boð, af því að alltaf er horft á þann, sem kemur, og framkoman skapar manninn ekki síður en fötin.

Tíminn 24. janúar 1964

Andrea Oddsteinsdóttir

.

GÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIKURTEISI/BORÐSIÐIRÍSLENSKT

— FRAMKOMAN SKAPAR MANNINN EKKI SÍÐUR EN FÖTIN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

 

 

 

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo:

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.