Kjúklingur í mangósósu

mangókjúklingur Kjúklingur í mangósósu mangókjúklngur mangó mangókjúlli mangóchutney
Kjúklingur í mangósósu

Kjúklingur í mangósósu. Alveg sjúklega góður kjúklingaréttur

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

🥭

Kjúklingur í mangósósu

4 kjúklingabitar eða bringur

2-3 msk ólífuolía

2 dl rjómi

4 msk. mangó chutney

safi úr hálfri sítrónu

salt og pipar.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Raðið kjúklingabitum eða bringum í fatið og kreystið sítrónusafa yfir. Kryddið með salti og pipar.

Hrærið saman rjóma og mangó chutney og dreifið yfir kjúllann.

Eldið við 175°C í 30-35 mín. eða þangað til kjötið er gegnumsteikt.

Berið fram með kínóa eða hrísgrjónum, ásamt grænmeti eða salati.

Til tilbreytingar má saxa niður grænmeti (það sem er til), steikja á pönnu og blanda saman við rjómann og mangó chutneyið – þannig verður góður réttur enn betri 🙂

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

— KJÚKLINGUR Í MANGÓSÓSU —

🥭

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave