Kjúklingur í mangósósu

mangókjúklingur Kjúklingur í mangósósu mangókjúklngur mangó mangókjúlli mangóchutney
Kjúklingur í mangósósu

Kjúklingur í mangósósu. Alveg sjúklega góður kjúklingaréttur

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

🥭

Kjúklingur í mangósósu

4 kjúklingabitar eða bringur

2-3 msk ólífuolía

2 dl rjómi

4 msk. mangó chutney

safi úr hálfri sítrónu

salt og pipar.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Raðið kjúklingabitum eða bringum í fatið og kreystið sítrónusafa yfir. Kryddið með salti og pipar.

Hrærið saman rjóma og mangó chutney og dreifið yfir kjúllann.

Eldið við 175°C í 30-35 mín. eða þangað til kjötið er gegnumsteikt.

Berið fram með kínóa eða hrísgrjónum, ásamt grænmeti eða salati.

Til tilbreytingar má saxa niður grænmeti (það sem er til), steikja á pönnu og blanda saman við rjómann og mangó chutneyið – þannig verður góður réttur enn betri 🙂

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

— KJÚKLINGUR Í MANGÓSÓSU —

🥭

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjólubláar kartöflur

Fjólubláar kartöflur. Á síðustu árum 19. aldar rak skútu að landi, í ágætu veðri, við Krossgerði í Berufirði. Menn frá bænum réru skútunni frá landi á árabáti og fengu kartöflur að launum. Fylgdi kartöflunum þau orð að á meðan þeim væri viðhaldið yrði aldrei matarskortur.

Heslihnetukaramellukökur – 3.sæti í smákökusamkeppni

Heslihnetusmákökur

Heslihnetukaramellukökur - 3.sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Í umsögn dómara heyrðist meðal annars: "Karamellan náði mér við fyrsta bita. Ömmusælan fylgdi kökunni" "Heima er best, hlýleg og minnir mig á ömmu mína"
"Skemmtileg samsetning, flott útlit og hæfilega bragðmikil karamella"
"Hlýleg smákaka sem maður fær ekki nóg af"