Kjúklingur í mangósósu

mangókjúklingur Kjúklingur í mangósósu mangókjúklngur mangó mangókjúlli mangóchutney
Kjúklingur í mangósósu

Kjúklingur í mangósósu. Alveg sjúklega góður kjúklingaréttur

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

🥭

Kjúklingur í mangósósu

4 kjúklingabitar eða bringur

2-3 msk ólífuolía

2 dl rjómi

4 msk. mangó chutney

safi úr hálfri sítrónu

salt og pipar.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu. Raðið kjúklingabitum eða bringum í fatið og kreystið sítrónusafa yfir. Kryddið með salti og pipar.

Hrærið saman rjóma og mangó chutney og dreifið yfir kjúllann.

Eldið við 175°C í 30-35 mín. eða þangað til kjötið er gegnumsteikt.

Berið fram með kínóa eða hrísgrjónum, ásamt grænmeti eða salati.

Til tilbreytingar má saxa niður grænmeti (það sem er til), steikja á pönnu og blanda saman við rjómann og mangó chutneyið – þannig verður góður réttur enn betri 🙂

🥭

KJÚKLINGURMANGÓMANGO CHUTNEY ENGLISH

— KJÚKLINGUR Í MANGÓSÓSU —

🥭

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.