Sítrónuostakaka Bjarneyjar

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður ostaterta vegan SÍTRÓNUOSTAKAKA sítrónuostakaka ostakaka með sítrónu
Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tónlistarkennari á Ísafirði hefur oft komið við sögu hér á blogginu enda flink í eldhúsinu. Hún galdraði fram nokkra glútenlausa rétti í veislu.

— BJARNEY INGIBJÖRG —   ÍSAFJÖRÐURSÍTRÓNUOSTAKÖKUR—  GLÚTENLAUST —  OSTAKÖKUR — 

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Botninn:
10 döðlur, settar í volgt vatn til að mýkja þær
2 msk kókosolía
1 msk fínt eða gróft hnetusmjör
1 dl músli frá Tobbu (má nota hvaða músli sem er en helst sykurlaust)
1 msk möndlusmjör
1 msk döðlusýróp
1 dl glútenlaust haframjöl

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og sett í bökuform. Kælt á meðan ostakakan er útbúin.

Kakan:
200 gr vegan rjómaostur (Fæst í Nettó, er frá Violife)
2 dl Örnu rjómi
2 msk sukkrin gold síróp
Safi úr einni sítrónu
Börkur af einni sítrónu
1 tsk vanilla

Aðferð:
Stífþeyta rjómann.
Þeyta saman rjómaost, vanilla og sukkrin sírópi.
Setja sítrónusafann og börkinn út í og hræra vel saman.
Stífþeyttur rjóminn settur að síðustu út í.

Setja yfir botninn og setja í kæli. Á meðna er karamellukremið útbúið.

200 gr vegan rjómaostur
3 msk kókosrjómi (í fernunum frá Santa Maria)
2 msk sukkrin gold caramel síróp
4 dr toffee caramel frá Stevia
1 msk döðlusíróp
Hræra saman ostinum og kókosrjómanum þar til engir kekkir eru og blanda svo öllu hinu saman við. Setja yfir kökuna og í kæli. Gott að kæla í 2 – 4 tíma eða gera daginn áður og geyma í ísskáp yfir nótt.

.

— SÍTRÓNUOSTAKAKA BJARNEYJAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.