Auglýsing
Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður ostaterta vegan SÍTRÓNUOSTAKAKA sítrónuostakaka ostakaka með sítrónu
Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tónlistarkennari á Ísafirði hefur oft komið við sögu hér á blogginu enda flink í eldhúsinu. Hún galdraði fram nokkra glútenlausa rétti í veislu.

— BJARNEY INGIBJÖRG —   ÍSAFJÖRÐURSÍTRÓNUOSTAKÖKUR—  GLÚTENLAUST —  OSTAKÖKUR — 

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Ostakaka úr vegan rjómaosti með karamellukremi

Botninn:
10 döðlur, settar í volgt vatn til að mýkja þær
2 msk kókosolía
1 msk fínt eða gróft hnetusmjör
1 dl músli frá Tobbu (má nota hvaða músli sem er en helst sykurlaust)
1 msk möndlusmjör
1 msk döðlusýróp
1 dl glútenlaust haframjöl

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og sett í bökuform. Kælt á meðan ostakakan er útbúin.

Auglýsing

Kakan:
200 gr vegan rjómaostur (Fæst í Nettó, er frá Violife)
2 dl Örnu rjómi
2 msk sukkrin gold síróp
Safi úr einni sítrónu
Börkur af einni sítrónu
1 tsk vanilla

Aðferð:
Stífþeyta rjómann.
Þeyta saman rjómaost, vanilla og sukkrin sírópi.
Setja sítrónusafann og börkinn út í og hræra vel saman.
Stífþeyttur rjóminn settur að síðustu út í.

Setja yfir botninn og setja í kæli. Á meðna er karamellukremið útbúið.

200 gr vegan rjómaostur
3 msk kókosrjómi (í fernunum frá Santa Maria)
2 msk sukkrin gold caramel síróp
4 dr toffee caramel frá Stevia
1 msk döðlusíróp
Hræra saman ostinum og kókosrjómanum þar til engir kekkir eru og blanda svo öllu hinu saman við. Setja yfir kökuna og í kæli. Gott að kæla í 2 – 4 tíma eða gera daginn áður og geyma í ísskáp yfir nótt.

.

— SÍTRÓNUOSTAKAKA BJARNEYJAR —

.