Kókosflöguterta Gunnu Stínu

mosfellsbær Kókosflöguterta Gunnu Stínu gunna stína guðrún kristín einarsdóttir norðfjörður kókosmjöl mosfells
Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Maður nýtir hvert tækifæri til að koma sér í kaffiboð með góðu fólki. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín, sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bakaði ljómandi góða tertu sem hún vildi endilega kalla Covid-tertuna en hugmyndin var felld. „Þessi er tilvalin sem sælgætisterta á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.”

.

GUNNA STÍNANESKAUPSTAÐURTERTURKÓKOSMJÖLMOSFELLSBÆR

.

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kakan:
6 eggjahvítur
200 g flórsykur
150 g kókosflögur
50 g kókosmjöl
½ tsk lyftiduft.

½ l rjómi, þeyttur

Kremið:
6 eggjarauður
150 g smjör (ekki smjörlíki)
150 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus
50 g flórsykur

Botnar: Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman, Kókosflögur marðar með morteli. Settar varlega út í ásamt, kókosmjölinu og lyftiduftinu. Bakað í tveim vel smurðum formun við 150-180 gráðu hita í ca 30-40 mín.
Kremið: Eggjarauðurnar eru þeyttar vel. Smjör og flórsykur eru þeytt saman í annari skál, og súkkulaðið er brætt í vatnsbaði. Gott er að hræra vel í og láta súkkulaðið bráðna mjög vel. Því er síðan hellt í skálina með hrærða smjörinu og flórsykrinum og hrært saman. Að endingu eru eggjarauðurnar settar út í og allt hrært með sleif..
Smyrjið þunnu lagi af súkkulaðikremi á neðri botninn. Þeyttur rjómi er settur ofan á kremið og hinn botninn settur ofan á rjómann. Kreminu smurt ofan á tertan sett í frysti í nokkra tíma eða yfir nótt.

Áður en kakan er borin fram er hún skreytt með rifsberjum, og eða hindberjum og kókosflögum.
Tilvalin sem sælgætiskaka á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.
Ekkert mælir á móti því að borða þessa köku strax að bakstri loknum, frekar en kalda úr frystinum, allt eftir smekk hvers og eins.

Vilborg, Gunna Stína og Albert

GUNNA STÍNANESKAUPSTAÐURTERTURKÓKOSMJÖLMOSFELLSBÆR

— KÓKOSFLÖGUTERTA GUNNU STÍNU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.