Auglýsing
Súkkulaðiterta í potti - sérlega góð og einföld Tyrkland terta kaka súkkulaðikaka Gunnar Bjarnason Helena Steinarsdóttir
Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti

Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld.

SÚKKULAÐITERTURGUNNAR BJARNASON

.

Súkkulaðiterta í potti - sérlega góð og einföld
Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti

130 gr mjólkursúkkulaði

130 gr dökkt súkkulaði

180 gr smjör

2 tsk neskaffi, þetta fer svolítið eftir stemmningunni hverju sinni. Stundum meira kaffi, stundum minna. Stundum ekki neitt.

2 dl sykur

4 egg

2 tsk vanillusykur

1/2 tsk lyftiduft

1/2 dl. hveiti.

Brjótið súkkulaðið niður og bræðið við vægan hita ásamt smjörinu og hrærið í á meðan með písk. Takið pottinn af hellunni og látið kólna í smá stund. Á meðan er neskaffið mulið í morteli mjög smátt og bætt útí pottinn ásamt sykrinum og eggjunum. Hrærið vel saman með písk þar til blandan er orðin slétt.
Blandið saman við hveiti, vanillusykri og lyftidufti. Pískið saman þangað til að blandan er orðin slétt.

Hitið ofninn  í 175°C. 24 cm bökunarform er smurt að innan með smjöri og bökunarpappír er settur í botninn.
Hellið deiginu ofan í bökunarformið og bakið í ca. 45-50 mínútur eða þangað til að það hættir að heyrst “bubbluhljóð” þegar maður leggur kökuna uppað eyranu, án þess að brenna sig þó en muna að fylgjast með vel kökunni þar sem hún má vera blaut í miðjunni.

Kremið

70 gr dökkt súkkulaði

70 gr mjólkursúkkulaði

1 msk smjör

1 msk mjólk.

Setjið allt í pott og bræið saman við lágan hita – þar til það er búið að ná réttri þykkt á kremið, stundum meiri mjólk eða minni, allt fer eftir hvað maður vill hafa kremið þykkt. það má setja á kökuna þótt hún sé ennþá heit.
Ef svo ólíklega vill til að það sé eitthvað eftir af kökunni þá er hún alveg virkilega góð “daginn eftir” kaka.

SÚKKULAÐITERTURGUNNAR BJARNASON

.

Auglýsing