Ofnbakaður lax með rjómakarrýeplasósu
Borðum meiri fisk og höfum hann helst feitan (lax, síld, silung, makríl, rauðmaga, karfa, grásleppu, steinbít og lúðu). Sjúklega góður fiskréttur, einfaldur og fljótlegur.
— LAX — FISKUR Í OFNI — KARRÝSÓSA —
.
Steikið í ólífuolíu blaðlauk/vorlauk, gulrætur, grænt epli og 1 msk af karrýi. Bætið við 2 dl af rjóma, 2 msk af rjómaosti, salti og pipar. Setjið laxinn í form, hellið sósunni yfir, stráið 2-3 msk af kókosmjöli yfir og bakið við 170°C í um 15 mín.
.
— OFNBAKAÐUR LAX Í RJÓMAKARRÝEPLASÓSU —
.