Bananarjómaterta og nýbakað brauð í Borgarnesi

rjómaterta bananarjómaterta Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir ingibjörg þorsteinsdóttir Olgeir og Theodóra BORGARNES bananaterta bananarjómi brúnn svampbotn brauð fræbrauð speltbrauð rækjusalat rækjur
Olgeir og Theodóra við veisluborðið

Bananarjómaterta og nýbakað brauð í Borgarnesi

Í Borgarnesi búa sönghjónin Olgeir Helgi Ragnarsson og Theodóra Þorsteinsdóttir sem af flestum er þekkt sem Teddó. Sagan af því hvernig þau kynntust er nokkuð skondin. Olgeir var söngnemandi Teddóar, sem þá var nýorðin skólastjóri tónlistarskólans.  „Bananarjómatertan er alltaf bökuð fyrir afmæli Olgeirs, enda uppáhaldstertan hans. Ég geri alltaf rækjusalat fyrir afmæli og dætrunum finnst það ómissandi í mömmuveislur. Imbu-brauðið er mjög vinsælt á heimilinu, en uppskriftin er frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur með tilbrigðum Olgeirs.”

BORGARNESBRAUÐTERTURRJÓMATERTUR

.

Bananarjómaterta

Bananarjómaterta

Brúnn svampbotn:

4 egg
150 g sykur
130 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
Pínu salt

Botnar: Þeytið egg og sykur saman, ljóst og létt. Blandið þurrefnum varlega saman við. Setjið í tvö smurð hringlaga tertuform. Bakið við 180˚ í miðjum ofni í 15-20 mín.
Krem: Þeytið u.þ.b. hálfan lítra af rjóma, stappið 2 meðalstóra banana og bætið út í þeyttan rjómann, setjið á milli botnanna og ofan á. Má skreyta með súkkulaðispænum eða öðru að vild.

Imbubrauðið er mjög vinsælt á heimilinu, en uppskriftin er frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttir með tilbrigðum Olgeirs.”

Imbubrauð ala Olgeir Helgi

750 ml spelt hveiti (lífrænt ræktað og má blanda saman grófu og fínu að vild)
250 ml fræ (lífrænt ræktuð, blanda saman t.d. graskersfræjum, hörfræjum og sólblómafræjum)
2 msk sjávarsalt (t.d vestfirskt flögusalt)
2 msk þurrger
500 ml volgt vatn

Þurrefni hrærð saman, vatni bætt út í og hnoðað (í Kitchen-aid hrærivélinni sem maður erfði frá ömmu). Látið standa undir loki yfir nótt. Setjið deigið í lokaðan leirpott eða eldfast mót. Bakið við 250˚C í 45 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 15 mín. Takið úr pottinum og látið brauðið taka sig á borði, undir viskustykki, í um 30 mín.

Imbubrauð ala Olgeir Helgi
Rækjusalat ala Teddó

Rækjusalat à la Teddó

Ég hræri saman majónesi og sýrðum rjóma (eða þeyttum rjóma) og krydda með smá aromati og sítrónupipar. Bæti rækjum og harðsoðum eggjum við. Ef ég á ekki nógu mikið af eggjum drýgi ég með smá af soðnum makkarónum. Ef salatið verður of þykkt, blanda ég smá rjóma við.

Hlutföllin eru um 3-400 gr majónes, 1-200 ml sýrður rjómi, 6-7 harðsoðin egg og um 400 gr rækjur, en annars set ég þetta saman svona eftir tilfinningunni.

Bananarjómaterta

.

BORGARNESBRAUÐTERTUR

— TEDDÓ OG OLGEIR Í BORGARNESI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Enskar scones/skonsur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Enskar scones/skonsur. Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.

Gott að narta í….

Það er alveg gráupplagt að hafa hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, kókosflögur og gott dökkt súkkulaði í skál til að narta í. Til dæmis hentar þetta einstaklega vel til að koma í veg í sykurfall...

Villuterta

Villuterta. Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi