Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Kórianderlaxinn hennar Bryndísar feitur fiskur hollur fiskur alda björk sigurðardóttir einfaldur fiskréttur fljótlegur bryndís guðjónsdóttir lax fiskur í ofni ofnbakaður fiskur ofnbakaður lax kóríander
Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Það kemur reglulega fyrir að maður verður orðlaus af hrifningu. Þannig var það í vikunni þegar Alda Björk Sigurðardóttir bauð mér í mat og eldaði undurgóðan fiskrétt eftir uppskrift frá vinkonu hennar, Bryndísi Óskarsdóttur.

LAXFISKUR Í OFNIFISKRÉTTIR

.

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar með perlubyggi og sætkartöflumús.

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

1 laxaflak

1/2 bakki af ferskum kóríander eða góð lúka ( ekki hafa stilkana með)
3-4 hvítlauksrif, söxuð
½ tsk dill krydd
1 msk Honey Dijon sinnep
1 msk Mango chutney
safi úr hálfri lime lítil
2 msk sítrónusafi
1 tsk karrý
nýmalaður pipar og salt eftir smekk.

Skerið laxinn í ca 100-140 g bita, skiptir ekki máli hvort roðið er á eða ekki.

Saxið kóriander smátt, maukið öllu saman. Raðið laxinum í eldfast form og maukið yfir – látið standa 20 -30 mín.

1 dl ristaðar Cashew hnetur muldar og settar yfir rétt áður en fiskurinn er settur í ofninn – má sleppa en er samt voða gott.

Eldið í ca 8+10 mín í 220°C og láta síðan standa í ca 2-3 mín.-)
Ég hef með þessu sætukartöflumús og soðið perlubygg.

Desertinn var nú bara ca 1/2 maukað vel þroskað Mango, Bíobú Grísk jógúrt og nokkur Granateplafræ.

.

LAXFISKUR Í OFNIFISKRÉTTIR

— KÓRÍANDERLAXINN HENNAR BRYNDÍSAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa. Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave