Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Kórianderlaxinn hennar Bryndísar feitur fiskur hollur fiskur alda björk sigurðardóttir einfaldur fiskréttur fljótlegur bryndís guðjónsdóttir lax fiskur í ofni ofnbakaður fiskur ofnbakaður lax kóríander
Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

Það kemur reglulega fyrir að maður verður orðlaus af hrifningu. Þannig var það í vikunni þegar Alda Björk Sigurðardóttir bauð mér í mat og eldaði undurgóðan fiskrétt eftir uppskrift frá vinkonu hennar, Bryndísi Óskarsdóttur.

LAXFISKUR Í OFNIFISKRÉTTIR

.

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar með perlubyggi og sætkartöflumús.

Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar

1 laxaflak

1/2 bakki af ferskum kóríander eða góð lúka ( ekki hafa stilkana með)
3-4 hvítlauksrif, söxuð
½ tsk dill krydd
1 msk Honey Dijon sinnep
1 msk Mango chutney
safi úr hálfri lime lítil
2 msk sítrónusafi
1 tsk karrý
nýmalaður pipar og salt eftir smekk.

Skerið laxinn í ca 100-140 g bita, skiptir ekki máli hvort roðið er á eða ekki.

Saxið kóriander smátt, maukið öllu saman. Raðið laxinum í eldfast form og maukið yfir – látið standa 20 -30 mín.

1 dl ristaðar Cashew hnetur muldar og settar yfir rétt áður en fiskurinn er settur í ofninn – má sleppa en er samt voða gott.

Eldið í ca 8+10 mín í 220°C og láta síðan standa í ca 2-3 mín.-)
Ég hef með þessu sætukartöflumús og soðið perlubygg.

Desertinn var nú bara ca 1/2 maukað vel þroskað Mango, Bíobú Grísk jógúrt og nokkur Granateplafræ.

.

LAXFISKUR Í OFNIFISKRÉTTIR

— KÓRÍANDERLAXINN HENNAR BRYNDÍSAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.