Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar
Það kemur reglulega fyrir að maður verður orðlaus af hrifningu. Þannig var það í vikunni þegar Alda Björk Sigurðardóttir bauð mér í mat og eldaði undurgóðan fiskrétt eftir uppskrift frá vinkonu hennar, Bryndísi Óskarsdóttur.
— LAX — FISKUR Í OFNI — FISKRÉTTIR —
.
Kóríanderlaxinn hennar Bryndísar
1 laxaflak
1/2 bakki af ferskum kóríander eða góð lúka ( ekki hafa stilkana með)
3-4 hvítlauksrif, söxuð
½ tsk dill krydd
1 msk Honey Dijon sinnep
1 msk Mango chutney
safi úr hálfri lime lítil
2 msk sítrónusafi
1 tsk karrý
nýmalaður pipar og salt eftir smekk.
Skerið laxinn í ca 100-140 g bita, skiptir ekki máli hvort roðið er á eða ekki.
Saxið kóriander smátt, maukið öllu saman. Raðið laxinum í eldfast form og maukið yfir – látið standa 20 -30 mín.
1 dl ristaðar Cashew hnetur muldar og settar yfir rétt áður en fiskurinn er settur í ofninn – má sleppa en er samt voða gott.
Eldið í ca 8+10 mín í 220°C og láta síðan standa í ca 2-3 mín.-)
Ég hef með þessu sætukartöflumús og soðið perlubygg.
.
— LAX — FISKUR Í OFNI — FISKRÉTTIR —
— KÓRÍANDERLAXINN HENNAR BRYNDÍSAR —
.